Stjórn Íslensku óperunnar hefur greitt Þóru Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 20:31 Þóra er ein þekktasta óperusöngkona þjóðarinnar. LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina. Þetta skrifar Þóra í færslu á Facebook en Landsréttur dæmdi í síðustu viku henni í vil í máli hennar gegn Íslensku óperunni. Þóra höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa en deilumálið snerist um hvort kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistamanna skyldi gilda um atriði er vörðuðu launagreiðslur og yfirvinnu í uppsetningu á Brúðkaupi Fígarós. Þóra hafði gert verktakasamning við óperuna vegna uppsetningarinnar en óperan hafnaði að fara eftir ákvæðum kjarasamnings FÍH við uppgjör launa vegna yfirvinnu. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem dæmdi Íslensku óperunni í vil en Landsréttur sneri þeim dómi við. Segir sér ekki kunnugt um vilja til samtals um breytta kjarasamninga Stjórn Íslensku óperunnar sendu í gær út fréttatilkynningu þar sem hún sagðist una dómi Landsréttar og búið væri að greiða Þóru og öðrum söngvurum sýningarinar Brúðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöður dómsins. Þóra segir það ekki rétt. „Ég hef ekkert heyrt frá ÍÓ, hvorki frá stjórn né óperustjóra og engar greiðslur hafa borist til mín nú rúmum sólarhring eftir að þessi tilkynningi birtist þar sem fullyrt er að stefnanda hafi þegar verið greitt,“ skrifar Þóra í færslu á Facebook. „Sömuleiðis er mér ekki kunnugt um að það sé vilji til samtals um að breyta kjarasamningum okkar enda eru þeir skýrir og bjóða ekki upp á tilefni til „óvissu né ágreinings“ sé farið eftir þeim,“ segir hún. Hún vísar þar í tilkynningu stjórnar þar sem fram kom óperan hafi haft frumkvæði að því að bjóða fulltrúum söngvara til samtals um hvernig nálgun í samningagerð við söngvara væri best komið í framtíðinni, „svo ekki verði tilefni til óvissu né ágreinings.“ Stjórn Íslensku óperunnar sendi fréttastofu áréttingu eftir að fréttin birtist þar sem stjórnin segir að bæði málskostnaður, 2,8 milljónir króna, og upphæðin sem henni var dæmd, tæpar 640 þúsund krónur, hafi þegar verið lagðar inn á fjárvörslureikning lögmanns hennar í samræmi við það sem beðið var um. Stjórn íslensku óperunnar sendi meðfylgjandi kvittun því til sönnunar að Þóru hafi verið greiddar dæmdar bætur.Stjórn íslensku óperunnar Þóra segist í færslunni hafa fundið fyrir miklum stuðningi og gleði um allt samfélagið fyrir sína hönd og allra söngvara. „Hamingjuóskir hafa borist til mín víða að, sérstaklega frá tónlistarfólki en einnig öðru listafólki og velunnurum lista í landinu. Ókunnugir stoppa mig á götu og óska til hamingju,“ skrifar Þóra. „Ég hef aldrei upplifað annað eins og þetta er mér mikils virði eftir þennan erfiða tíma. Takk allir innilega fyrir stuðninginn.“ Íslenska óperan Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10 Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þetta skrifar Þóra í færslu á Facebook en Landsréttur dæmdi í síðustu viku henni í vil í máli hennar gegn Íslensku óperunni. Þóra höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa en deilumálið snerist um hvort kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistamanna skyldi gilda um atriði er vörðuðu launagreiðslur og yfirvinnu í uppsetningu á Brúðkaupi Fígarós. Þóra hafði gert verktakasamning við óperuna vegna uppsetningarinnar en óperan hafnaði að fara eftir ákvæðum kjarasamnings FÍH við uppgjör launa vegna yfirvinnu. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem dæmdi Íslensku óperunni í vil en Landsréttur sneri þeim dómi við. Segir sér ekki kunnugt um vilja til samtals um breytta kjarasamninga Stjórn Íslensku óperunnar sendu í gær út fréttatilkynningu þar sem hún sagðist una dómi Landsréttar og búið væri að greiða Þóru og öðrum söngvurum sýningarinar Brúðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöður dómsins. Þóra segir það ekki rétt. „Ég hef ekkert heyrt frá ÍÓ, hvorki frá stjórn né óperustjóra og engar greiðslur hafa borist til mín nú rúmum sólarhring eftir að þessi tilkynningi birtist þar sem fullyrt er að stefnanda hafi þegar verið greitt,“ skrifar Þóra í færslu á Facebook. „Sömuleiðis er mér ekki kunnugt um að það sé vilji til samtals um að breyta kjarasamningum okkar enda eru þeir skýrir og bjóða ekki upp á tilefni til „óvissu né ágreinings“ sé farið eftir þeim,“ segir hún. Hún vísar þar í tilkynningu stjórnar þar sem fram kom óperan hafi haft frumkvæði að því að bjóða fulltrúum söngvara til samtals um hvernig nálgun í samningagerð við söngvara væri best komið í framtíðinni, „svo ekki verði tilefni til óvissu né ágreinings.“ Stjórn Íslensku óperunnar sendi fréttastofu áréttingu eftir að fréttin birtist þar sem stjórnin segir að bæði málskostnaður, 2,8 milljónir króna, og upphæðin sem henni var dæmd, tæpar 640 þúsund krónur, hafi þegar verið lagðar inn á fjárvörslureikning lögmanns hennar í samræmi við það sem beðið var um. Stjórn íslensku óperunnar sendi meðfylgjandi kvittun því til sönnunar að Þóru hafi verið greiddar dæmdar bætur.Stjórn íslensku óperunnar Þóra segist í færslunni hafa fundið fyrir miklum stuðningi og gleði um allt samfélagið fyrir sína hönd og allra söngvara. „Hamingjuóskir hafa borist til mín víða að, sérstaklega frá tónlistarfólki en einnig öðru listafólki og velunnurum lista í landinu. Ókunnugir stoppa mig á götu og óska til hamingju,“ skrifar Þóra. „Ég hef aldrei upplifað annað eins og þetta er mér mikils virði eftir þennan erfiða tíma. Takk allir innilega fyrir stuðninginn.“
Íslenska óperan Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10 Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10
Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24
Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12