Innlent

Jólin á Patreksfirði um helgina á Skjaldborg 2022

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sigríður Regína (t.h.) og Kamella, sem báðar eru kvikmyndavarðveislufræðingar taka þátt í Skjaldborg á Patreksfirði um helgina.
Sigríður Regína (t.h.) og Kamella, sem báðar eru kvikmyndavarðveislufræðingar taka þátt í Skjaldborg á Patreksfirði um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjöldi fólks er nú komin eða er á leiðinni á Patreksfjörð til að taka þátt í Skjaldborg kvikmyndahátíð, sem fer þar fram um helgina. Lofað er miklu stuði og mikilli stemmingu.

Undirbúningur hátíðarinnar hefur staðið yfir síðustu vikur og mánuði. Hér eru t.d. Sigríður Regína og Kamella, sem báðar eru kvikmyndavarðveislufræðingar að fara yfir efnum á filmum og vídeóspólum frá fólki héðan og þaðan, svokallað heimamyndefni, sem sýnt verður á hátíðinni.

„Þetta er falleg hátíð, skemmtileg og mikil ástríðuhátíð. Þetta er einhverskonar árshátíð heimilarmyndahöfunda á Íslandi. Það eru þréttán heimildarmyndir, sem verða sýndar alveg frá því að vera tíu mínútur og upp í fulla lengd, 70 til 75 mínútur og svo erum við með fjölbreytta dagskrá líka,“ segir Karna Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hátíðarinnar.

Karna Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hátíðarinnar, sem er mjög spennt fyrir helginni.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Karna reiknar með miklum fjölda á Skjaldborg og hún lofar stuði og mikilli stemmingu. Hápunktur hátíðarinnar verður plokkfiskveisla kvenfélagsins og skrúðganga síðdegis á sunnudaginn, sem endar á Kongó dansi og limbókeppni.

„Ég er mjög spennt fyrir helginni, þetta eru jólin okkar, þetta er bara besta stund heimildarhöfunda á Íslandi,“ segir Karna.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér

Þessi sæti verða ekki auð í bíóinu um helgina á Patreksfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.