Lífið

Hlaupaáætlum frá Önnu Eiríks: Hlaupum inn í sumarið!

Elísabet Hanna skrifar
Sumarið er frábær tími til þess að stunda hreyfingu úti segir Anna.
Sumarið er frábær tími til þess að stunda hreyfingu úti segir Anna. Aðsend

Þjálfarinn Anna Eiríksdóttir segir sumarið upplagðan tíma til þess að stunda hreyfingu úti og deilir níu vikna hlaupaáætlun með lesendum Vísis. Hún skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu og við gefum henni orðið:

Sumarið er frábær tími til að hreyfa sig meira úti við. Það er ótrúlega góð tilfinning að reima á sig skóna og fara út að hlaupa en mörgum finnst erfitt að byrja. Til að hjálpa ykkur af stað þá langar mig að deila með ykkur 9 vikna hlaupaáætlun sem hjálpar ykkur að byggja upp úthald til að geta hlaupið 5 km samfleytt. 

„Mikilvægt er að fylgja áætluninni, byrja rólega og keppast alls ekki við neinn hraða, frekar að fara aðeins of hægt heldur en aðeins of hratt af stað.“

Ég hvet ykkur líka til að setja ykkur markmið eins og til dæmis að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst en þar getur hver og einn valið vegalengd sem hentar sér og er hlaupið mjög skemmtilegur viðburður sem gaman er að taka þátt í.

Njótið þess að hlaupa úti í sumar!

Anna Eiríks deilir þessari hlaupaáætlun fyrir sumarið.Anna Eiríksdóttir

Tengdar fréttir

Hafragrauturinn sem slegið hefur í gegn

Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Í pistli dagsins deilir hún hugmyndum af uppskriftum fyrir hafragraut. Við gefum henni orðið. 

„Gerir mér kleift að lifa lífinu mínu til hins ítrasta“

„Hreyfum okkur saman eru stuttir fimmtán mínútna æfingaþættir fyrir alla sem hafa heilsu til. Æfingarnar eru fjölbreyttar og er markmiðið með þessu þáttum klárlega að fá sem flesta landsmenn til að hugsa betur um heilsuna og hreyfa sig smá á hverjum degi,“ segir Anna Eiríksdóttir þáttastjórnandi æfingaþáttanna. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.