Árásarmaður í Grafarholti þarf að afplána níu hundruð daga af fyrri dómi Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2022 13:35 Árásin átti sér stað í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Karl og kona særðust í árásinni. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps í tengslum við skotárás á bílastæði í Grafarholti í Reykjavík í febrúar síðastliðnum þarf að afplána 900 daga eftirstöðvar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 2018. Með árásinni í Grafarholti í febrúar er kominn sterkur grunur um að maðurinn hafi á reynslutíma framið nýtt brot sem gæti varðað allt að sex ára fangelsi og þannig gróflega rofið skilyrði þeirrar reynslulausnar sem honum var veitt í september 2019. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis í fyrradag og var úrskurðurinn birtur í morgun. Skaut fyrrverandi kærustu og annan mann Maðurinn var annar tveggja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Kona særðist þar alvarlega eftir að hafa verið skotin í kviðinn og sé enn óljóst hvaða áhrif árásin muni hafa á hana til lengri tíma. Auk konunnar særðist karlmaður illa eftir að hafa fengið skot í fótinn. Í úrskurði héraðsdóms segir að rannsókn lögreglu hafi fljótlega beinst að manninum, en hann hafði ítrekað hótað konunni, sem er fyrrverandi kærasta hans, lífláti og líkamsmeiðingum. Símnotkun og staðsetning síma mannsins sýna að hann hafi verið á vettvangi árásarinnar þegar hún var gerð. Þá hafi skilaboð og efni úr síma hans bent sterklega til aðildar hans að málinu. Maðurinn neitar þó sök og hefur jafnframt neitað að tjá sig um það sem gerðist umrædda nótt. Neitaði í fyrstu að tjá sig Hinn maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald neitaði í fyrstu að tjá sig hjá lögreglu en hefur nú komið hreint fram í skýrslutöku. Sagði hann félaga sinn, skotmanninn, hafa beðið sig um skutla sér á staðinn. Þar hafi þeir rekist á konuna og manninn, og hinn maðurinn kallað til konunnar og þvínæst skotið úr byssu í átt til konunnar og mannsins. Mennirnir hafi svo ekið í burtu. „Samkvæmt púðurleyfarannsókn þá benda niðurstöður til þess að skotið hafi verið úr byssu út um farþegaglugga bifreiðarinnar sem kærði var í á vettvangi, en samkvæmt framburði Y [hins mannsins] sat kærði í farþegasæti bifreiðarinnar er hann skaut. Auk þess þá fundust sýni af hönd kærða mögulegar púðurleyfar,“ segir í úrskurðinum. Ennfremur segir að maðurinn hafi nú setið í gæsluvarðhaldi í tæpar sextán vikur. Rannsókn málsins sé á lokastigi, en beðið er eftir DNA rannsókn erlendis frá á skotvopni og púðurleifum. Þá liggi niðurstaða geðrannsóknar fyrir og er maðurinn metinn sakhæfur. Er það niðurstaða dómsins að árásarmaðurinn skuli afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018. Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Með árásinni í Grafarholti í febrúar er kominn sterkur grunur um að maðurinn hafi á reynslutíma framið nýtt brot sem gæti varðað allt að sex ára fangelsi og þannig gróflega rofið skilyrði þeirrar reynslulausnar sem honum var veitt í september 2019. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis í fyrradag og var úrskurðurinn birtur í morgun. Skaut fyrrverandi kærustu og annan mann Maðurinn var annar tveggja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í kjölfar skotárásarinnar sem gerð var í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Kona særðist þar alvarlega eftir að hafa verið skotin í kviðinn og sé enn óljóst hvaða áhrif árásin muni hafa á hana til lengri tíma. Auk konunnar særðist karlmaður illa eftir að hafa fengið skot í fótinn. Í úrskurði héraðsdóms segir að rannsókn lögreglu hafi fljótlega beinst að manninum, en hann hafði ítrekað hótað konunni, sem er fyrrverandi kærasta hans, lífláti og líkamsmeiðingum. Símnotkun og staðsetning síma mannsins sýna að hann hafi verið á vettvangi árásarinnar þegar hún var gerð. Þá hafi skilaboð og efni úr síma hans bent sterklega til aðildar hans að málinu. Maðurinn neitar þó sök og hefur jafnframt neitað að tjá sig um það sem gerðist umrædda nótt. Neitaði í fyrstu að tjá sig Hinn maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald neitaði í fyrstu að tjá sig hjá lögreglu en hefur nú komið hreint fram í skýrslutöku. Sagði hann félaga sinn, skotmanninn, hafa beðið sig um skutla sér á staðinn. Þar hafi þeir rekist á konuna og manninn, og hinn maðurinn kallað til konunnar og þvínæst skotið úr byssu í átt til konunnar og mannsins. Mennirnir hafi svo ekið í burtu. „Samkvæmt púðurleyfarannsókn þá benda niðurstöður til þess að skotið hafi verið úr byssu út um farþegaglugga bifreiðarinnar sem kærði var í á vettvangi, en samkvæmt framburði Y [hins mannsins] sat kærði í farþegasæti bifreiðarinnar er hann skaut. Auk þess þá fundust sýni af hönd kærða mögulegar púðurleyfar,“ segir í úrskurðinum. Ennfremur segir að maðurinn hafi nú setið í gæsluvarðhaldi í tæpar sextán vikur. Rannsókn málsins sé á lokastigi, en beðið er eftir DNA rannsókn erlendis frá á skotvopni og púðurleifum. Þá liggi niðurstaða geðrannsóknar fyrir og er maðurinn metinn sakhæfur. Er það niðurstaða dómsins að árásarmaðurinn skuli afplána 900 daga eftirstöðvar refsingar af fimm ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018.
Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33 Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Skotárásin í Grafarholti: Tveir úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2022 14:33
Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. 10. febrúar 2022 18:30