Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júní 2022 08:53 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. Fréttastofa hefur undir höndunum minnisblað sem Katrín Anna Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sendi til atvinnuveganefndar á þriðjudaginn en þar er bent á ýmsa vankanta á útfærslu og vinnslu frumvarpsins. „[U]m ófjármagnað frumvarp er að ræða og fjárheimildir því ekki til staðar til að mæta þeim kostnaðarauka sem frumvarpið hefur í för með sér,“ segir í minnisblaðinu. Frumvarp Lilju er gagnrýnt harðlega í minnisblaðinu.Vísir/Vilhelm Frumvarpið sé ekki aðeins ófjármagnað í fjármálaáætlun á yfirstandandi ári heldur líka á árabilinu 2023-27. Það sé rétt í greinargerð frumvarpsins að fjárheimild hækki varanlega um 300 milljónir króna árlega í fjáráætlunum til að bregðast við auknum útgjöldum. Þær hækkanir séu til að bregðast við veikleikum í núverandi kerfi þar sem endurgreiðsluhlutfallið er 25%. Ef hækka eigi endurgreiðsluhlutfallið í 35% þurfi að vera strangari skilyrði við veitingu vilyrða svo endurgreiðslur rúmist innan fjárheimilda. Frumvarpið var í Samráðsgátt frá 10. til 12. maí. Þangað bárust sjö umsagnir frá aðilum innan kvikmyndageirans og öðrum tengdum aðilum. Í kjölfarið var frumvarpið lagt fram, innan við mánuði fyrir þinglok. Í minnisblaðinu segir að tíminn sem ráðuneytið fékk til yfirferðar á frumvarpinu hafi því ekki verið nægur og það hafi þess vegna ekki lokið yfirferð sinni á frumvarpinu. Í síðustu efnisgrein minnisblaðsins er bent á að starfshópur hafi verið skipaður sem átti að vinna frumvarpið en sökum flýtingar málsins hafi frumvarpið einungis verið unnið í menningar- og viðskiptaráðuneyti en ekki í því samstarfi sem til stóð. Umsögn ráðuneytisins sýni skort á skilningi Í samtali blaðamanns við Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hafnaði hún því að samráð hefði skort við gerð frumvarpsins. Hún hefði átt í fullu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra um framlagningu frumvarpsins. Eins og ráðuneytið vissi væri erfitt að segja til um hversu háar endurgreiðslur verða þar sem þær velti á verkefnastöðunni hverju sinni. Ráðuneytið mætti einnig hafa í huga að nettó-áhrif endurgreiðsla séu jákvæð. Þó endurgreiðslur kosti ríkissjóð tekjur komi þær aftur í gegnum virðisauka og fjölda starfa. Ráðherra segir að umsögn ráðuneytisins sé vanreifuð og skorti skilning á þjóðhagslegum ábata kvikmyndagerðar hvað varðar ferðaþjónustu og skapandi greinar. Hún bætir við að árið 2019 hefði ferðaþjónustan komið inn með 470 milljarða í gjaldeyristekjur og 40% ferðamanna hefðu ákveðið að heimsækja Ísland vegna þess að þeir sáu landið í kvikmynd eða sjónvarpsþætti. Til samanburðar kom sjávarútvegurinn með 260 milljarða í gjaldeyristekjur það árið. Loks ítrekaði ráðherra að kveðið væri á um í ríkisstjórnarsáttmála að gera íslenskan kvikmyndaiðnað samkeppnishæfan og þessi lagasetning væri liður í því. Þegar blaðamaður spurði hvort frumvarpið kæmist í gegnum þingið fyrir þinglok var ráðherra í engum vafa um það enda ríki þverpólitísk sátt um málið og allir flokkar jákvæðir fyrir því. Viðbrögð umsagnaraðila misjöfn Fjármála- og efnahagsráðuneytið eru þó ekki þau einu sem hafa bent á galla við frumvarpið heldur hafa ýmsir umsagnaraðilar einnig gert það. Umsögn Viðskiptaráðsins frá 30. maí bendir á að frumvarpið sé ófjármagnað, það kunni að hafa neikvæð áhrif á smærri framleiðendur og nauðsynlegar upplýsingar um kostnað og áhrif frumvarpsins liggi ekki fyrir. Sameiginleg umsögn Samtaka Iðnaðarins og Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda í Samráðsgátt fagnaði hækkun á endurgreiðsluhlutfalli. Skilyrði um 200 milljón króna lágmarkskostnað væru hins vegar of íþyngjandi, sérstaklega fyrir innlendan kvikmyndaiðnað. Þar var lagt til að þröskuldurinn fyrir endurgreiðslu yrði lækkaður niður í 150 milljónir. Baltasar Kormákur fylgist grannt með á tökustað.Lilja Jónsdóttir Þóra Hallgrímsdóttir, formaður nefndar um endurgreiðslur, sendi umsögn inn í Samráðsgátt. Hún taldi skilyrði frumvarpsins um 30 tökudaga og 50 starfsmenn ekki nægilega skýr. Það þyrfti að skýra hvernig ætti að reikna dagafjölda umfram sérstaka tökudaga og með tilliti til hugtaksins "starfsmaður" þyrfti að skýra hvað þýddi að „vinna beint að verkefninu“. Baltasar Kormákur, eigandi framleiðslufyrirtækisins RVK Studios, sendi einnig inn umsögn í Samráðsgátt. Hann tók þar undir umsögn Þóru Hallgrímsdóttur í heild sinni og lagði til að heimilt yrði að telja formlegan undirbúning (e. pre-production) með í lágmarks dagafjölda. Baltasar hefur áður lýst yfir mikilvægi þess að hækkun á endurgreiðsluhlutfalli náist í gegn til að íslenskur kvikmyndaiðnaður geti orðið samkeppnishæfur. Hann hlýtur því að fylgjast grannt með síðustu dögum þingsins til að sjá hvort frumvarpið fari í gegn. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. 13. maí 2022 13:38 Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent Óttaðist um líf sitt Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Ákærður fyrir morð í New York Erlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndunum minnisblað sem Katrín Anna Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sendi til atvinnuveganefndar á þriðjudaginn en þar er bent á ýmsa vankanta á útfærslu og vinnslu frumvarpsins. „[U]m ófjármagnað frumvarp er að ræða og fjárheimildir því ekki til staðar til að mæta þeim kostnaðarauka sem frumvarpið hefur í för með sér,“ segir í minnisblaðinu. Frumvarp Lilju er gagnrýnt harðlega í minnisblaðinu.Vísir/Vilhelm Frumvarpið sé ekki aðeins ófjármagnað í fjármálaáætlun á yfirstandandi ári heldur líka á árabilinu 2023-27. Það sé rétt í greinargerð frumvarpsins að fjárheimild hækki varanlega um 300 milljónir króna árlega í fjáráætlunum til að bregðast við auknum útgjöldum. Þær hækkanir séu til að bregðast við veikleikum í núverandi kerfi þar sem endurgreiðsluhlutfallið er 25%. Ef hækka eigi endurgreiðsluhlutfallið í 35% þurfi að vera strangari skilyrði við veitingu vilyrða svo endurgreiðslur rúmist innan fjárheimilda. Frumvarpið var í Samráðsgátt frá 10. til 12. maí. Þangað bárust sjö umsagnir frá aðilum innan kvikmyndageirans og öðrum tengdum aðilum. Í kjölfarið var frumvarpið lagt fram, innan við mánuði fyrir þinglok. Í minnisblaðinu segir að tíminn sem ráðuneytið fékk til yfirferðar á frumvarpinu hafi því ekki verið nægur og það hafi þess vegna ekki lokið yfirferð sinni á frumvarpinu. Í síðustu efnisgrein minnisblaðsins er bent á að starfshópur hafi verið skipaður sem átti að vinna frumvarpið en sökum flýtingar málsins hafi frumvarpið einungis verið unnið í menningar- og viðskiptaráðuneyti en ekki í því samstarfi sem til stóð. Umsögn ráðuneytisins sýni skort á skilningi Í samtali blaðamanns við Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hafnaði hún því að samráð hefði skort við gerð frumvarpsins. Hún hefði átt í fullu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra um framlagningu frumvarpsins. Eins og ráðuneytið vissi væri erfitt að segja til um hversu háar endurgreiðslur verða þar sem þær velti á verkefnastöðunni hverju sinni. Ráðuneytið mætti einnig hafa í huga að nettó-áhrif endurgreiðsla séu jákvæð. Þó endurgreiðslur kosti ríkissjóð tekjur komi þær aftur í gegnum virðisauka og fjölda starfa. Ráðherra segir að umsögn ráðuneytisins sé vanreifuð og skorti skilning á þjóðhagslegum ábata kvikmyndagerðar hvað varðar ferðaþjónustu og skapandi greinar. Hún bætir við að árið 2019 hefði ferðaþjónustan komið inn með 470 milljarða í gjaldeyristekjur og 40% ferðamanna hefðu ákveðið að heimsækja Ísland vegna þess að þeir sáu landið í kvikmynd eða sjónvarpsþætti. Til samanburðar kom sjávarútvegurinn með 260 milljarða í gjaldeyristekjur það árið. Loks ítrekaði ráðherra að kveðið væri á um í ríkisstjórnarsáttmála að gera íslenskan kvikmyndaiðnað samkeppnishæfan og þessi lagasetning væri liður í því. Þegar blaðamaður spurði hvort frumvarpið kæmist í gegnum þingið fyrir þinglok var ráðherra í engum vafa um það enda ríki þverpólitísk sátt um málið og allir flokkar jákvæðir fyrir því. Viðbrögð umsagnaraðila misjöfn Fjármála- og efnahagsráðuneytið eru þó ekki þau einu sem hafa bent á galla við frumvarpið heldur hafa ýmsir umsagnaraðilar einnig gert það. Umsögn Viðskiptaráðsins frá 30. maí bendir á að frumvarpið sé ófjármagnað, það kunni að hafa neikvæð áhrif á smærri framleiðendur og nauðsynlegar upplýsingar um kostnað og áhrif frumvarpsins liggi ekki fyrir. Sameiginleg umsögn Samtaka Iðnaðarins og Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda í Samráðsgátt fagnaði hækkun á endurgreiðsluhlutfalli. Skilyrði um 200 milljón króna lágmarkskostnað væru hins vegar of íþyngjandi, sérstaklega fyrir innlendan kvikmyndaiðnað. Þar var lagt til að þröskuldurinn fyrir endurgreiðslu yrði lækkaður niður í 150 milljónir. Baltasar Kormákur fylgist grannt með á tökustað.Lilja Jónsdóttir Þóra Hallgrímsdóttir, formaður nefndar um endurgreiðslur, sendi umsögn inn í Samráðsgátt. Hún taldi skilyrði frumvarpsins um 30 tökudaga og 50 starfsmenn ekki nægilega skýr. Það þyrfti að skýra hvernig ætti að reikna dagafjölda umfram sérstaka tökudaga og með tilliti til hugtaksins "starfsmaður" þyrfti að skýra hvað þýddi að „vinna beint að verkefninu“. Baltasar Kormákur, eigandi framleiðslufyrirtækisins RVK Studios, sendi einnig inn umsögn í Samráðsgátt. Hann tók þar undir umsögn Þóru Hallgrímsdóttur í heild sinni og lagði til að heimilt yrði að telja formlegan undirbúning (e. pre-production) með í lágmarks dagafjölda. Baltasar hefur áður lýst yfir mikilvægi þess að hækkun á endurgreiðsluhlutfalli náist í gegn til að íslenskur kvikmyndaiðnaður geti orðið samkeppnishæfur. Hann hlýtur því að fylgjast grannt með síðustu dögum þingsins til að sjá hvort frumvarpið fari í gegn.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. 13. maí 2022 13:38 Mest lesið Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Innlent Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Erlent Óttaðist um líf sitt Innlent Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Innlent Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Innlent Ákærður fyrir morð í New York Erlent Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Erlent Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Erlent Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Landskjörstjórn kemur saman til fundar „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Óttaðist um líf sitt Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Rafmagnið datt aftur út í Vík og komst svo aftur í lag Heidelberg hvergi af baki dottið Vonar að ný stjórn verði komin fyrir jól Íbúar hafna mölunarverksmiðjunni með afgerandi hætti Ný ríkisstjórn fyrir jól? Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Sjá meira
Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. 13. maí 2022 13:38