Segir Ísland aldrei hafa átt jafn sterkt landslið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2022 09:01 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað með landsliðinu síðan 2007. Hún telur að það hafi sjaldan eða aldrei verið jafn gott og núna. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið hafi líklega aldrei verið jafn vel skipað og um þessar mundir. Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót á Englandi í júlí. Ísland tapaði öllum leikjunum sínum á EM 2009 og 2017 en komst í átta liða úrslit 2013. „Fyrsta stórmótið sem við fórum á, það var smá gleði að komast þangað. Maður lenti smá á vegg að spila við allar þessar stóru þjóðir. Sjálf var ég átján ára að spila við þessa stóru leikmenn. Eftirminnilegast var þegar við komust upp úr riðlinum. Það var ótrúlega stórt,“ sagði Sara í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM um miðjan apríl. Sara segir íslenska hópinn í dag mjög sterkan enda margir leikmenn liðsins á mála hjá öflugum liðum erlendis. „Svo sér maður þróunina á hópnum. Við höfum örugglega aldrei verið með svona marga atvinnumenn, hvað þá í svona ótrúlega sterkum liðum og deildum. Maður er ennþá spenntari fyrir þessu stórmóti, að sjá hvernig okkur muni ganga því við erum með frábæran hóp. Ég er ótrúlega bjartsýn fyrir þennan riðil. Hann er sterkur en ég held að við eigum möguleika á að komast upp úr honum. Þetta verður ótrúlega spennandi,“ sagði Sara. Klippa: Sara um styrk landsliðsins En hefur Ísland einhvern tímann átt jafn sterkt landslið og nú? „Eins og þróunin er núna held ég ekki. Bara það að við séum allar að spila á svona háu getustigi gefur liðinu ótrúlega mikið. Það gefur leikmönnum og liðinu sjálfstraust,“ svaraði Sara. „Líka hvernig landsliðið hefur spilað undanfarið og leikmennirnir sem hafa komið inn; margir X-faktorar sem við höfum þurft á að halda. Hópurinn er geggjaður og við eigum góða möguleika.“ Ísland er með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi í riðli á EM í Englandi sem hefst 6. júlí. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira
Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót á Englandi í júlí. Ísland tapaði öllum leikjunum sínum á EM 2009 og 2017 en komst í átta liða úrslit 2013. „Fyrsta stórmótið sem við fórum á, það var smá gleði að komast þangað. Maður lenti smá á vegg að spila við allar þessar stóru þjóðir. Sjálf var ég átján ára að spila við þessa stóru leikmenn. Eftirminnilegast var þegar við komust upp úr riðlinum. Það var ótrúlega stórt,“ sagði Sara í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM um miðjan apríl. Sara segir íslenska hópinn í dag mjög sterkan enda margir leikmenn liðsins á mála hjá öflugum liðum erlendis. „Svo sér maður þróunina á hópnum. Við höfum örugglega aldrei verið með svona marga atvinnumenn, hvað þá í svona ótrúlega sterkum liðum og deildum. Maður er ennþá spenntari fyrir þessu stórmóti, að sjá hvernig okkur muni ganga því við erum með frábæran hóp. Ég er ótrúlega bjartsýn fyrir þennan riðil. Hann er sterkur en ég held að við eigum möguleika á að komast upp úr honum. Þetta verður ótrúlega spennandi,“ sagði Sara. Klippa: Sara um styrk landsliðsins En hefur Ísland einhvern tímann átt jafn sterkt landslið og nú? „Eins og þróunin er núna held ég ekki. Bara það að við séum allar að spila á svona háu getustigi gefur liðinu ótrúlega mikið. Það gefur leikmönnum og liðinu sjálfstraust,“ svaraði Sara. „Líka hvernig landsliðið hefur spilað undanfarið og leikmennirnir sem hafa komið inn; margir X-faktorar sem við höfum þurft á að halda. Hópurinn er geggjaður og við eigum góða möguleika.“ Ísland er með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi í riðli á EM í Englandi sem hefst 6. júlí.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira
Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01
Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00