Erlent

Hafa fundið fjór­tán lík í flaki far­þega­vélarinnar

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Vélin var á leið frá Pokhara til Jomsom, en hrapaði nærri Sanosware í Mustang-héraði.
Vélin var á leið frá Pokhara til Jomsom, en hrapaði nærri Sanosware í Mustang-héraði. AP

Björgunarlið í Nepal hefur nú fundið fjórtán lík í flaki farþegaflugvélar sem fórst þar í landi í gærmorgun. Tuttugu og tveir voru um borð í vélinni, og er talið að allir hafi farist.

Vélin var í stuttu innanlandsflugi sem átti aðeins að taka tuttugu mínútur en fimm mínútum fyrir áætlaðan lendingartíma rofnaði allt samband við vélina. 

Slæmt veður er á slysstað en björgunarstörf halda áfram á svæðinu. AP segir frá því að vélin hafi verið á leið frá Pokhara til Jomsom, en hrapað nærri Sanosware í Mustang-héraði.

Fjórir Indverjar, tveir Þjóðverjar og sextán Nepalar voru um borð í vélinni.

Flugslys eru nokkuð tíð í Nepal sökum erfiðra veðurskilyrða og hárra fjalla.


Tengdar fréttir

Nepalskrar flugvélar saknað með 22 innan­borðs

Lítillar farþegaflugvélar á vegum nepalska flugfélagsins Tara Airlines er saknað en 22 eru um borð í vélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir. Flugvélin hvarf klukkan 9:55 að staðartíma í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×