Innlent

Slökktu eld á raf­hlaupa­hjóla­leigu í Skútu­vogi

Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Frá vettvangi brunans í kvöld.
Frá vettvangi brunans í kvöld. Hildur Ósk

Eldur kviknaði á rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði í Skútuvogi í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Talin var hætta á ferðum og allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á svæðið.

Tilkynningin barst um klukkan 23:10 og steig töluverður reykur upp frá húsinu þegar slökkvilið mætti á svæðið skömmu síðar. 

Sveinbjörn Berentsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að slökkvistarf á vettvangi hafi gengið vel. Þeim hafi tekist að einangra eldinn og slökkva hann nokkuð fljótt. 

Slökkviliðið væri nú í því að reykræsta en rannsókn á eldsupptökum væri í höndum lögreglu.

Tunglskin og OSS eru með verkstæði og lager í húsinu en Oss sérhæfir sig í leigu, viðgerðum og viðhaldi á rafhlaupahjólum.

Afleiðingar eldsins má sjá á gafli húss Tunglskins í Skútuvogi.Vísir/Eiður Þór
Tveir dælubílar slökkviliðs í Skútuvogi í kvöld.Vísir/Eiður Þór
Slökkvistarf virðist hafa gengið greiðlega miðað við þessar myndir af vettvangi rétt upp úr miðnætti.Vísir/EiðurÞór
Fjórir dælubílar á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á svæðið. Þessar myndir voru teknar rétt fyrir miðnætti.Hildur Ósk

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.

Fréttin var uppfærð klukkan 00:25.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×