„Þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2022 22:31 Thibaut Courtois lyftir bikarnum fræga. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, var ótvíræður maður leiksins í sigri liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool í París í kvöld. Hann var eðlilega í skýjunum að leik loknum. „Á blaðamannafundinum í gær þá sagði ég að þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir,“ sagði sigurreifur Courtois. „Ég fékk góðu hlið sögunnar í kvöld.“ Eins og áður segir var Courtois maður leiksins í kvöld, en hann átti nokkrar alveg ótrúlegar vörslur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi hann ekki fengið þá virðingu sem hann á skilið og virtist líða eins og hann væri að sanna eitthvað fyrir fólkinu sem efaðist um hann, „Ég sá margar færslur á Twitter sem beindust að mér þar sem fólk sagði að ég myndi verða fyrir vonbrigðum en í kvöld var það öfugt.“ „Ég þurfti að vinna úrslitaleik fyrir ferilinn minn. Fyrir alla þá vinnu sem ég hef lagt í þetta og til að fólk setji virðingu á nafnið mitt þar sem ég held að fólk sýni mér ekki þá virðingu sem ég á skilið. Sérstaklega á Englandi. Ég fékk mikla gagnrýni þar, meira að segja eftir frábært tímabil.“ Courtois var þó fljótur að færa sig í jákvæðara tal og hrósaði liðsfélögum sínum fyrir magnað tímabil í Meistaradeildinni. „Ég er virkilega stoltur af liðinu. Við héldum okkur við okkar skipulag og þegar liðið þurfti á mér að halda þá var ég til staðar. Við unnum nokkur af bestu liðum heims. Manchester City og Liverpool áttu ótrúleg tímabil. Þau börðust allt til enda í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool vann tvo titla og voru virkilega sterkir.“ „En við spiluðum frábæran leik í kvöld. Við fengum eitt færi og skoruðum úr því,“ sagði Belginn að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
„Á blaðamannafundinum í gær þá sagði ég að þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir,“ sagði sigurreifur Courtois. „Ég fékk góðu hlið sögunnar í kvöld.“ Eins og áður segir var Courtois maður leiksins í kvöld, en hann átti nokkrar alveg ótrúlegar vörslur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi hann ekki fengið þá virðingu sem hann á skilið og virtist líða eins og hann væri að sanna eitthvað fyrir fólkinu sem efaðist um hann, „Ég sá margar færslur á Twitter sem beindust að mér þar sem fólk sagði að ég myndi verða fyrir vonbrigðum en í kvöld var það öfugt.“ „Ég þurfti að vinna úrslitaleik fyrir ferilinn minn. Fyrir alla þá vinnu sem ég hef lagt í þetta og til að fólk setji virðingu á nafnið mitt þar sem ég held að fólk sýni mér ekki þá virðingu sem ég á skilið. Sérstaklega á Englandi. Ég fékk mikla gagnrýni þar, meira að segja eftir frábært tímabil.“ Courtois var þó fljótur að færa sig í jákvæðara tal og hrósaði liðsfélögum sínum fyrir magnað tímabil í Meistaradeildinni. „Ég er virkilega stoltur af liðinu. Við héldum okkur við okkar skipulag og þegar liðið þurfti á mér að halda þá var ég til staðar. Við unnum nokkur af bestu liðum heims. Manchester City og Liverpool áttu ótrúleg tímabil. Þau börðust allt til enda í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool vann tvo titla og voru virkilega sterkir.“ „En við spiluðum frábæran leik í kvöld. Við fengum eitt færi og skoruðum úr því,“ sagði Belginn að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34