Innlent

34 milljónum króna ríkari

Eiður Þór Árnason skrifar
Ólíklegt er að vinningshafinn þiggi fjárhæðina í reiðufé.
Ólíklegt er að vinningshafinn þiggi fjárhæðina í reiðufé. Getty

Fyrsti vinningur í Lottó gekk út í kvöld og vann einn heppinn miðahafi um 34,1 milljónir króna. Miðinn var keyptur á vef Lottós.

Sömuleiðis skiptu fjórir miðahafar með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmlega 151 þúsund krónur í sinn hlut. Einn miði var keyptur í Lottó-appinu og hinir þrír keyptir á lotto.is.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá en fjórir miðahafar voru með annan vinning í Jóker og fá 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Ísseli, Smáratorgi 1 í Kópavogi, Lottó appinu og tveir miðar voru í áskrift. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.