Katrín segir ólíka stefnu stjórnarflokkanna í útlendingamálum ekki þurfa að koma á óvart Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2022 20:00 Forsætisráðherra segir stjórnarflokkanna þrjá hafa ólíka stefnu í málefnum útlendinga. Líta beri á mál hvers og eins áður en ákvörðun verði tekin um að vísa fólki úr landi. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að stjórnarflokkarnir séu ekki fullkomlega sammála í útlendingamálum. Færri verði vísað úr landi en rætt hafi verið um samkvæmt upplýsingum sem dómsmálaráðherra hafi aflað að hennar ósk. Félagsmálaráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu vegna málsins. Því hefur verið mótmælt að vísa ætti stórum hópi fólks sem leitaði verndar eða hælis hér úr landi og fullyrt að það væru allt að 300 manns. Félagsmálaráðherra og jafnvel fleiri ráðherrar Vinstri grænna hafa lýst óánægju með þessar fyrirætlanir innan ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir málið hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Katrín segir að enn sé verið að kanna ólíkar aðstæður þess fólks sem Útlendingastofnun hafi ákveðið að senda úr landi.Vísir/Vilhelm „Dómsmálaráðherra hefur að beiðni minni verið að taka saman gögn um þennan hóp sem verið hefur til umræðu. Hann kom með stöðu mála inn á fund hér áðan þar sem kemur fram að þessi hópur er raunar undir 200 manns, það er að segja hópurinn sem kemur til greina til að vísa úr landi,“ segir Katrín. Enn eigi eftir að fara betur yfir samsetningu hópsins og ljóst að þar væri fólk innan um sem ekki verði vísað úr landi. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun í dag bíða 197 þess að vera fylgt úr landi. „Stefna míns flokks er algerlega skýr. Það eru raunar þrír flokkar í þessari ríkisstjórn og hver er með sína stefnu í þessum málum. Þannig að það þarf ekki að koma á óvart að við séum ekki fullkomlega sammála þegar kemur að útlendingamálum,“ segir forsætisráðherra. Myndin muni skýrast betur á næstu dögum. Forsætisráðherra er sérstaklega að kanna hvort önnur ríki væru að senda flóttafólk til baka til Grikklands þar sem aðstæður hafa verið sagðar slæmar vegna mikils fjölda flóttamanna. „Við erum eingöngu búin að fá svör frá tveimur ríkjum, Finnlandi og Danmörku, sem eru að senda fólk til Grikklands. En við erum að afla frekari upplýsinga um þau mál,“ segir Katrín. Fram hefur komið að konur frá Sómalíu kvíði því að lenda á götunni í Grikklandi. Brottvísanir hafa áhrif á Katrínu Þetta hlýtur að hafa áhrif á þig sem manneskju að heyra persónulegar sögur og ótta fólks að vera sent í burtu? „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á mig sem manneskju. Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkur öll sem manneskjur. Enda er þetta ekki einhver einn hópur. Þetta eru einstaklingar. Einstaklingar sem hafa ólíka sögu og ólíkar aðstæður og um það snýst auðvitað kerfið okkar og á að snúast, að það sé tekið tillit til aðstæðna einstaklinga,“ segir Katrín. Jón Gunnarsson segir fólk í viðkvæmri stöðu ekki verða sent úr landi og engar fjölskyldur til Grikklands.Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ekkert hafa breyst í framkvæmd þessara mála frá upphafi fyrri ríkisstjórnar árið 2017 annað en aðstæður í þeim löndum sem til hafi staðið að senda fólk til. Mörg hundruð manns hafi verið vísað úr landi frá 2017 samkvæmt þessum reglum. Engir hópflutningar standi fyrir dyrum og fólk í veikri stöðu bíði ekki brottfarar. „Kona gengin átta mánuði á leið fær auðvitað sitt mál endurupptekið eins og lög og reglur gera ráð fyrir og verður auðvitað ekki send úr landi við þær aðstæður. Þannig aðforsendur hafa breyst. Það stendur ekki til að senda neitt fjölskyldufólk til Grikklands,“ segir Jón. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir skiptar skoðanir og ólíkar stefnur um útlendingamál hjá ríkisstjórnarflokkunum. Ríkisstjórnin hafi hins vegar borið gæfu til að leysa ágreiningsmál og hann hafi trú á að það gerist einnig núna. Þannig að það er ekki tifandi sprengja undir ríkisstjórninni? „Nei, það myndi ég ekki segja,“ segir félagsmálaráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Því hefur verið mótmælt að vísa ætti stórum hópi fólks sem leitaði verndar eða hælis hér úr landi og fullyrt að það væru allt að 300 manns. Félagsmálaráðherra og jafnvel fleiri ráðherrar Vinstri grænna hafa lýst óánægju með þessar fyrirætlanir innan ríkisstjórnarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir málið hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Katrín segir að enn sé verið að kanna ólíkar aðstæður þess fólks sem Útlendingastofnun hafi ákveðið að senda úr landi.Vísir/Vilhelm „Dómsmálaráðherra hefur að beiðni minni verið að taka saman gögn um þennan hóp sem verið hefur til umræðu. Hann kom með stöðu mála inn á fund hér áðan þar sem kemur fram að þessi hópur er raunar undir 200 manns, það er að segja hópurinn sem kemur til greina til að vísa úr landi,“ segir Katrín. Enn eigi eftir að fara betur yfir samsetningu hópsins og ljóst að þar væri fólk innan um sem ekki verði vísað úr landi. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun í dag bíða 197 þess að vera fylgt úr landi. „Stefna míns flokks er algerlega skýr. Það eru raunar þrír flokkar í þessari ríkisstjórn og hver er með sína stefnu í þessum málum. Þannig að það þarf ekki að koma á óvart að við séum ekki fullkomlega sammála þegar kemur að útlendingamálum,“ segir forsætisráðherra. Myndin muni skýrast betur á næstu dögum. Forsætisráðherra er sérstaklega að kanna hvort önnur ríki væru að senda flóttafólk til baka til Grikklands þar sem aðstæður hafa verið sagðar slæmar vegna mikils fjölda flóttamanna. „Við erum eingöngu búin að fá svör frá tveimur ríkjum, Finnlandi og Danmörku, sem eru að senda fólk til Grikklands. En við erum að afla frekari upplýsinga um þau mál,“ segir Katrín. Fram hefur komið að konur frá Sómalíu kvíði því að lenda á götunni í Grikklandi. Brottvísanir hafa áhrif á Katrínu Þetta hlýtur að hafa áhrif á þig sem manneskju að heyra persónulegar sögur og ótta fólks að vera sent í burtu? „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á mig sem manneskju. Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkur öll sem manneskjur. Enda er þetta ekki einhver einn hópur. Þetta eru einstaklingar. Einstaklingar sem hafa ólíka sögu og ólíkar aðstæður og um það snýst auðvitað kerfið okkar og á að snúast, að það sé tekið tillit til aðstæðna einstaklinga,“ segir Katrín. Jón Gunnarsson segir fólk í viðkvæmri stöðu ekki verða sent úr landi og engar fjölskyldur til Grikklands.Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ekkert hafa breyst í framkvæmd þessara mála frá upphafi fyrri ríkisstjórnar árið 2017 annað en aðstæður í þeim löndum sem til hafi staðið að senda fólk til. Mörg hundruð manns hafi verið vísað úr landi frá 2017 samkvæmt þessum reglum. Engir hópflutningar standi fyrir dyrum og fólk í veikri stöðu bíði ekki brottfarar. „Kona gengin átta mánuði á leið fær auðvitað sitt mál endurupptekið eins og lög og reglur gera ráð fyrir og verður auðvitað ekki send úr landi við þær aðstæður. Þannig aðforsendur hafa breyst. Það stendur ekki til að senda neitt fjölskyldufólk til Grikklands,“ segir Jón. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir skiptar skoðanir og ólíkar stefnur um útlendingamál hjá ríkisstjórnarflokkunum. Ríkisstjórnin hafi hins vegar borið gæfu til að leysa ágreiningsmál og hann hafi trú á að það gerist einnig núna. Þannig að það er ekki tifandi sprengja undir ríkisstjórninni? „Nei, það myndi ég ekki segja,“ segir félagsmálaráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35 Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57 Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum. 27. maí 2022 15:35
Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. 27. maí 2022 12:57
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent