Rangt að stefnan sé hörð: Ráðherrar VG aktívir að auglýsa landið sem áfangastað Snorri Másson skrifar 24. maí 2022 10:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og andmælir því að hér sé að taka á sig mynd ein harðasta innflytjendastefna í Evrópu. Sigmundur Davíð var gestur Íslands í dag í gær en ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hafa verið til umræðu á Alþingi. Horfa má á viðtalið við hann í heild hér að ofan. „Það var mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni um þetta í þinginu í dag, þar sem hin stórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði að hér væri ein harðasta innflytjendastefna í heimi sem er bara della. En hvað gerist þá? Þá svöruðu ráðherrar Vinstri Grænna með því að benda á það sama og við höfum verið að benda á; að straumur hælisleitenda hingað og hælisveitingar eru margfalt meiri en í flestum löndum í Evrópu. Þær voru orðnar sexfalt fleiri en í Noregi og Danmökru fyrir tveimur árum síðan og ætli það sé ekki orðið svona áttfalt núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að því fari fjarri að hér sé verið að herða umgjörð í hælisleitendamálum.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir hafði sagt í svörum til Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar að það væri ekki rétt sem hann héldi fram að hér væri verið að fara fram með einhverja hörðustu stefnu í Evrópu. „Ef við berum okkur saman til að mynda við Norðurlönd hefur Ísland verið með mun frjálslyndari stefnu,“ sagði Katrín. Ráðum ekki við að taka á móti öllum Ólíkt því sem margir halda fram nú um mundir, segir Sigmundur ríkisstjórnina ekki vera að gera neitt til að hindra hingað straum flóttamanna. „Þvert á móti. Eins og ráðherrar VG auglýstu í dag þá eru þeir bara aktívir í því nánast að auglýsa Ísland sem áfangastað og það gerir okkur erfiðara fyrir að hjálpa þeim sem þurfa á mestri hjálp að halda. Eins og til dæmis núna er straumur flóttamanna frá Úkraínu sem ég held að allir séu meira og minna sammála um að við eigum að taka á móti og gera eins vel við og við mögulega getum,“ segir Sigmundur. Spurður hvort ástæða sé til að gera upp á milli þeirra flóttamanna og annarra, segir Sigmundur að líta þurfi til þess hvaða aðstæður fólk sé að flýja. Hann segir vissulega mikinn fjölda flóttamanna vera að flýja stríð, en aðra ekki. „Það er mjög stór hluti hælisleitenda, ekki bara á Íslandi, sem er að reyna að komast í betri lífsgæði, sem maður skilur. En við ráðum ekki við að taka á móti öllu því fátæka fólki sem myndi vilja bæta lífskjör sín og það bitnar á þeim sem eru mestri neyð,“ segir Sigmundur. Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Sigmundur Davíð var gestur Íslands í dag í gær en ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hafa verið til umræðu á Alþingi. Horfa má á viðtalið við hann í heild hér að ofan. „Það var mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni um þetta í þinginu í dag, þar sem hin stórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði að hér væri ein harðasta innflytjendastefna í heimi sem er bara della. En hvað gerist þá? Þá svöruðu ráðherrar Vinstri Grænna með því að benda á það sama og við höfum verið að benda á; að straumur hælisleitenda hingað og hælisveitingar eru margfalt meiri en í flestum löndum í Evrópu. Þær voru orðnar sexfalt fleiri en í Noregi og Danmökru fyrir tveimur árum síðan og ætli það sé ekki orðið svona áttfalt núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að því fari fjarri að hér sé verið að herða umgjörð í hælisleitendamálum.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir hafði sagt í svörum til Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar að það væri ekki rétt sem hann héldi fram að hér væri verið að fara fram með einhverja hörðustu stefnu í Evrópu. „Ef við berum okkur saman til að mynda við Norðurlönd hefur Ísland verið með mun frjálslyndari stefnu,“ sagði Katrín. Ráðum ekki við að taka á móti öllum Ólíkt því sem margir halda fram nú um mundir, segir Sigmundur ríkisstjórnina ekki vera að gera neitt til að hindra hingað straum flóttamanna. „Þvert á móti. Eins og ráðherrar VG auglýstu í dag þá eru þeir bara aktívir í því nánast að auglýsa Ísland sem áfangastað og það gerir okkur erfiðara fyrir að hjálpa þeim sem þurfa á mestri hjálp að halda. Eins og til dæmis núna er straumur flóttamanna frá Úkraínu sem ég held að allir séu meira og minna sammála um að við eigum að taka á móti og gera eins vel við og við mögulega getum,“ segir Sigmundur. Spurður hvort ástæða sé til að gera upp á milli þeirra flóttamanna og annarra, segir Sigmundur að líta þurfi til þess hvaða aðstæður fólk sé að flýja. Hann segir vissulega mikinn fjölda flóttamanna vera að flýja stríð, en aðra ekki. „Það er mjög stór hluti hælisleitenda, ekki bara á Íslandi, sem er að reyna að komast í betri lífsgæði, sem maður skilur. En við ráðum ekki við að taka á móti öllu því fátæka fólki sem myndi vilja bæta lífskjör sín og það bitnar á þeim sem eru mestri neyð,“ segir Sigmundur.
Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira