Rangt að stefnan sé hörð: Ráðherrar VG aktívir að auglýsa landið sem áfangastað Snorri Másson skrifar 24. maí 2022 10:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tekur undir með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og andmælir því að hér sé að taka á sig mynd ein harðasta innflytjendastefna í Evrópu. Sigmundur Davíð var gestur Íslands í dag í gær en ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hafa verið til umræðu á Alþingi. Horfa má á viðtalið við hann í heild hér að ofan. „Það var mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni um þetta í þinginu í dag, þar sem hin stórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði að hér væri ein harðasta innflytjendastefna í heimi sem er bara della. En hvað gerist þá? Þá svöruðu ráðherrar Vinstri Grænna með því að benda á það sama og við höfum verið að benda á; að straumur hælisleitenda hingað og hælisveitingar eru margfalt meiri en í flestum löndum í Evrópu. Þær voru orðnar sexfalt fleiri en í Noregi og Danmökru fyrir tveimur árum síðan og ætli það sé ekki orðið svona áttfalt núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að því fari fjarri að hér sé verið að herða umgjörð í hælisleitendamálum.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir hafði sagt í svörum til Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar að það væri ekki rétt sem hann héldi fram að hér væri verið að fara fram með einhverja hörðustu stefnu í Evrópu. „Ef við berum okkur saman til að mynda við Norðurlönd hefur Ísland verið með mun frjálslyndari stefnu,“ sagði Katrín. Ráðum ekki við að taka á móti öllum Ólíkt því sem margir halda fram nú um mundir, segir Sigmundur ríkisstjórnina ekki vera að gera neitt til að hindra hingað straum flóttamanna. „Þvert á móti. Eins og ráðherrar VG auglýstu í dag þá eru þeir bara aktívir í því nánast að auglýsa Ísland sem áfangastað og það gerir okkur erfiðara fyrir að hjálpa þeim sem þurfa á mestri hjálp að halda. Eins og til dæmis núna er straumur flóttamanna frá Úkraínu sem ég held að allir séu meira og minna sammála um að við eigum að taka á móti og gera eins vel við og við mögulega getum,“ segir Sigmundur. Spurður hvort ástæða sé til að gera upp á milli þeirra flóttamanna og annarra, segir Sigmundur að líta þurfi til þess hvaða aðstæður fólk sé að flýja. Hann segir vissulega mikinn fjölda flóttamanna vera að flýja stríð, en aðra ekki. „Það er mjög stór hluti hælisleitenda, ekki bara á Íslandi, sem er að reyna að komast í betri lífsgæði, sem maður skilur. En við ráðum ekki við að taka á móti öllu því fátæka fólki sem myndi vilja bæta lífskjör sín og það bitnar á þeim sem eru mestri neyð,“ segir Sigmundur. Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Sigmundur Davíð var gestur Íslands í dag í gær en ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hafa verið til umræðu á Alþingi. Horfa má á viðtalið við hann í heild hér að ofan. „Það var mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni um þetta í þinginu í dag, þar sem hin stórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði að hér væri ein harðasta innflytjendastefna í heimi sem er bara della. En hvað gerist þá? Þá svöruðu ráðherrar Vinstri Grænna með því að benda á það sama og við höfum verið að benda á; að straumur hælisleitenda hingað og hælisveitingar eru margfalt meiri en í flestum löndum í Evrópu. Þær voru orðnar sexfalt fleiri en í Noregi og Danmökru fyrir tveimur árum síðan og ætli það sé ekki orðið svona áttfalt núna,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að því fari fjarri að hér sé verið að herða umgjörð í hælisleitendamálum.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir hafði sagt í svörum til Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar að það væri ekki rétt sem hann héldi fram að hér væri verið að fara fram með einhverja hörðustu stefnu í Evrópu. „Ef við berum okkur saman til að mynda við Norðurlönd hefur Ísland verið með mun frjálslyndari stefnu,“ sagði Katrín. Ráðum ekki við að taka á móti öllum Ólíkt því sem margir halda fram nú um mundir, segir Sigmundur ríkisstjórnina ekki vera að gera neitt til að hindra hingað straum flóttamanna. „Þvert á móti. Eins og ráðherrar VG auglýstu í dag þá eru þeir bara aktívir í því nánast að auglýsa Ísland sem áfangastað og það gerir okkur erfiðara fyrir að hjálpa þeim sem þurfa á mestri hjálp að halda. Eins og til dæmis núna er straumur flóttamanna frá Úkraínu sem ég held að allir séu meira og minna sammála um að við eigum að taka á móti og gera eins vel við og við mögulega getum,“ segir Sigmundur. Spurður hvort ástæða sé til að gera upp á milli þeirra flóttamanna og annarra, segir Sigmundur að líta þurfi til þess hvaða aðstæður fólk sé að flýja. Hann segir vissulega mikinn fjölda flóttamanna vera að flýja stríð, en aðra ekki. „Það er mjög stór hluti hælisleitenda, ekki bara á Íslandi, sem er að reyna að komast í betri lífsgæði, sem maður skilur. En við ráðum ekki við að taka á móti öllu því fátæka fólki sem myndi vilja bæta lífskjör sín og það bitnar á þeim sem eru mestri neyð,“ segir Sigmundur.
Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira