Lífið

Stjörnulífið: „Takk sumar fyrir að velja að vera á Íslandi í ár“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stjörnulífið er fastur liður á Vísi þar sem fariið er yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera síðustu daga.
Stjörnulífið er fastur liður á Vísi þar sem fariið er yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera síðustu daga. Samsett/Instagram

Sólin hefur heiðrað okkur Íslendinga með nærveru sinni síðustu daga og er ljóst að Íslendingar eru mjög þakklátir fyrir veðurblíðuna. Rikka er í regnskógi, LXS hópurinn í London, Bríet hélt tónleika aldarinnar og Friðrik Dór fékk nafna í vikunni.

Selma Björns eyddi tíma með góðum vinum.

Birgitta Haukdal er spennt fyrir Írafárs tónleikunum um næstu helgi.

Bríet hélt magnaða tónleika í Hörpu um helgina. Aron Can, Ásgeir Trausti og Bubbi stigu á svið og tóku dúett með henni. 

Jón Jónsson eignaðist son og skírði hann Friðrik í höfuðið á bróður sínum. 

„Sigríður Sól, Jón Tryggvi og Mjöll eru afskaplega ánægð með Friðrik Nóa, bróður sinn, sem fæddist 3. maí.“

Sunneva Einars og Birgitta Líf eru með LXS vinahópnum í London.

Eliza Reed er farin aftur af stað í bókaferðalag með bókina sína Sprakkar. 

Erna Hrund sagði það sem við erum öll búin að vera að hugsa í þessu veðri.

Patrekur Jaime telur niður í fjórðu þáttaröð á Æði. Þættirnir fara í sýningu 9. júní á Stöð 2 og Stöð 2+ efnisveitunni.

Emmsjé Gauti fór að sjá Bríeti í Hörpu með fjölskyldunni.

Friðrik Ómar og Jógvan voru veislustjórar saman um helgina.

Erna birti nokkrar myndir af tvíburastrákunum sínum.

Rikka fetaði í fótspor Kuku Yalanji þjóðflokksins í elsta regnskógi heims.

Elísabet Gunnars eyddi helginni í Danmörku. Hún birti sæta mynd af stækkandi kúlu.

Fanney Ingvars hélt barnaafmæli í sólinni á pallinum heima.

Fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir fór í síðkjól í fríinu sínu.

Ása Regins er dugleg að hlaupa í veðurblíðunni á Ítalíu.

Birgir birti flotta feðgamynd. 

Íþróttaálfurinn þarf að slaka meira á.

Ási er með sínum betri helming í Barcelona. 

Fanney Dóra naut góða veðursins með dótturinni. 

Krístín Avon á von á annarri stelpu.

Thelma Guðmundsen fór í Skylagoon og birti auðvitað mynd.

Marín Manda fór í Gatsby partý með vinkonunum.

Knattspyrnumaðurinn Hörður Magnússon er kominn heim til Íslands. Móeiður Lárusdóttir birti dásamlega mynd af honum með dóttur þeirra. „Sameinuð á ný.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.