Sindri: Fannst þetta vera fullorðins frammistaða Smári Jökull Jónsson skrifar 22. maí 2022 19:32 Sindri í leik með Keflavík. Vísir/Vilhelm „Þessi var alveg 8,5, hann var mjög sætur. Það er mjög gaman að vinna FH á heimavelli,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur eftir sigur gegn FH í Bestu deildinni í knattspyrnu. Frammistaða Keflavíkur í dag var góð og lengst af voru FH-ingar í stökustu vandræðum með að skapa eitthvað sóknarlega. „Mér fannst þetta mjög fullorðins frammistaða. Við vorum að spila vel þegar þeir voru með vindinn í bakið, vorum með línuna hátt og leyfðu þeim að sparka aðeins. Þeir vilja setja boltann afturfyrir línuna, völlurinn var aðeins rakur þannig að boltinn var að fara mikið afturfyrir,“ sagði Sindri Kristinn sem átti góðan leik fyrir Keflavík. „Í seinni hálfleik duttum við aðeins aftar og mér fannst við gera mjög vel. Ég á eftir að sjá markið þeirra aftur en mér fannst það vera smá klaufaskapur hjá okkur. Vissulega á FH tvö til þrjú dauðafæri en við áttum okkar færi og þetta féll með okkur í dag.“ Það vantaði leikmenn í lið Keflavíkur í dag. Joey Gibbs er meiddur og þá var Rúnar Már Sigurgeirsson í leikbanni. „Það er búið að vanta risastóra pósta síðan í janúar og við eigum inni til dæmis Sindra Snæ (Magnússon) sem er ekki búinn að spila eina mínútu með okkur. Það er hörku leikmaður og hann styrkir leikmannahópinn á æfingum og á leikdag þó hann sé ekki að spila.“ „Ég held að langflest lið í deildinni séu að glíma við það að það eru menn meiddir. Mér finnst menn gera þetta vel þegar þeir koma inn og þeir skila sínu.“ FH fékk tvö dauðafæri undir lok leiksins. Fyrst Steven Lennon sem var aleinn gegn Sindra og svo Baldur Logi Guðlaugsson í keimlíku færi en Sindri gerði frábærlega í bæði skiptin. Hvað fer í gegnum huga hans þegar hann sér sóknarmenn andstæðingana koma aleina á móti honum? „Maður þarf að huga að mörgu. Maður þarf að gera sig stóran og síðan eru leikmenn orðnir það góðir að þeir fara bara framhjá manni. Ég hef lent í Lenny áður og hann hefur aldrei farið framhjá mér.“ „Hitt var bara að henda sér fyrir þetta. Mig langar ekki að segja að ég hafi verið heppinn en þeir fóru ekki framhjá mér eins og þeir hefðu getað gert. Það er gaman að geta hjálpað liðinu.“ Keflavík ÍF FH Besta deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
Frammistaða Keflavíkur í dag var góð og lengst af voru FH-ingar í stökustu vandræðum með að skapa eitthvað sóknarlega. „Mér fannst þetta mjög fullorðins frammistaða. Við vorum að spila vel þegar þeir voru með vindinn í bakið, vorum með línuna hátt og leyfðu þeim að sparka aðeins. Þeir vilja setja boltann afturfyrir línuna, völlurinn var aðeins rakur þannig að boltinn var að fara mikið afturfyrir,“ sagði Sindri Kristinn sem átti góðan leik fyrir Keflavík. „Í seinni hálfleik duttum við aðeins aftar og mér fannst við gera mjög vel. Ég á eftir að sjá markið þeirra aftur en mér fannst það vera smá klaufaskapur hjá okkur. Vissulega á FH tvö til þrjú dauðafæri en við áttum okkar færi og þetta féll með okkur í dag.“ Það vantaði leikmenn í lið Keflavíkur í dag. Joey Gibbs er meiddur og þá var Rúnar Már Sigurgeirsson í leikbanni. „Það er búið að vanta risastóra pósta síðan í janúar og við eigum inni til dæmis Sindra Snæ (Magnússon) sem er ekki búinn að spila eina mínútu með okkur. Það er hörku leikmaður og hann styrkir leikmannahópinn á æfingum og á leikdag þó hann sé ekki að spila.“ „Ég held að langflest lið í deildinni séu að glíma við það að það eru menn meiddir. Mér finnst menn gera þetta vel þegar þeir koma inn og þeir skila sínu.“ FH fékk tvö dauðafæri undir lok leiksins. Fyrst Steven Lennon sem var aleinn gegn Sindra og svo Baldur Logi Guðlaugsson í keimlíku færi en Sindri gerði frábærlega í bæði skiptin. Hvað fer í gegnum huga hans þegar hann sér sóknarmenn andstæðingana koma aleina á móti honum? „Maður þarf að huga að mörgu. Maður þarf að gera sig stóran og síðan eru leikmenn orðnir það góðir að þeir fara bara framhjá manni. Ég hef lent í Lenny áður og hann hefur aldrei farið framhjá mér.“ „Hitt var bara að henda sér fyrir þetta. Mig langar ekki að segja að ég hafi verið heppinn en þeir fóru ekki framhjá mér eins og þeir hefðu getað gert. Það er gaman að geta hjálpað liðinu.“
Keflavík ÍF FH Besta deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira