„Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. maí 2022 12:27 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að fólk fái aðstoð vilji það leita að eigin húsnæði. Vísir/Samsett Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. Það vakti athygli á leigusíðum á samfélagsmiðlum um helgina að stór hópur úkraínskra flóttamanna þyrfti að yfirgefa Hótel Sögu á næstunni og væri því að leita sér að leiguhúsnæði. Einhverjir flóttamenn höfðu talið að þeir gætu dvalið á hótelinu næstu mánuði og því hafi það komið þeim að óvörum að þau þurftu að fara þaðan. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, bendir á að Hótel Saga sé aðeins skammtímaúrræði. Skilaboð sem sett voru á leigusíðu á Facebook um helgina.Mynd/Skjáskot „Þetta er þannig að fólk kemur inn í skammtímaúrræði í nokkrar vikur og fer svo þaðan annað hvort í svokölluð skjól, sem eru þá til þriggja mánaða, eða þá að fólk er búið að útvega sér húsnæði sjálft,“ segir Gylfi en yfir hundrað manns dvelja nú á Hótel Sögu. Einhverjir virðast hafa staðið í þeirri trú að úrræðið á Hótel sögu væri að loka en Gylfi segir svo ekki vera, heldur þarf aðeins að rýma herbergi fyrir komu fleiri flóttamanna. Þá er erfitt fyrir flóttamenn að vera þar til lengri tíma. „Eins og til dæmis á Hótel Sögu þá eru þetta gömlu hótelherbergin og kannski ekki mikið pláss fyrir hvern og einn, þess vegna er þetta skammtímahúsnæði. Þannig þetta er bara eðlilegasti hlutur og gerist oft á viku að fólk sé að fara á milli,“ segir Gylfi. Fá aðstoð við að leita að húsnæði Nokkur skjól eru í boði, til að mynda á Bifröst og segir Gylfi að það hafi gengið vel fyrir flóttamenn að aðlagast þar og fá vinnu. Margir hafi þó fundið sér vinnu á höfuðborgarsvæðinu og er þeim þá frjálst að taka húsnæði þar á leigu. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga er staðan á leigumarkaði þó sífellt að versna og leiguverð að hækka. Í ljósi þessa ítrekar Gylfi að flóttafólk fái aðstoð við að finna húsnæði en þau eru með lista yfir lausar íbúðir og herbergi víða sem fólk hefur bent á auk þess sem Vinnumálastofnun er með talsvert af störfum sem fylgir búseta. „Það er líka alltaf hægt að leita til til dæmis Fjölmenningarseturs. Þegar fólk í þessari stöðu er í vandræðum, þá er alltaf hægt að leita þangað til þess að fá aðstoð,“ segir Gylfi. „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum, það er ekki þannig.“ Metfjöldi flóttafólks á landinu Að meðaltali eru um það bil tíu flóttamenn frá Úkraínu að koma til landsins á hverjum degi en í heildina hafa rúmlega þúsund úkraínskir flóttamenn leitað hingað frá því að innrás Rússa hófst fyrir þremur mánuðum. „Hvað verður vitum við ekki, en þessi tala sem við erum komin í núna, yfir þúsund manns, þetta er svona það sem við vorum að búast við á einu ári, þúsund til fimmtán hundruð. Með þessu áframhaldi förum við hátt yfir þá tölu þannig það verður metfjöldi flóttafólks á Íslandi á þessu ári, það er ljóst og það er þegar þannig,“ segir Gylfi. Verið er að auka framboð af skammtímahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og svokölluð skjól víða um land til að bregðast við stöðunni. „Við erum að skoða það bara með sveitarfélögunum og þessum helstu hagsmunaraðilum, hvernig er hægt að leysa þau mál,“ segir Gylfi. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Það vakti athygli á leigusíðum á samfélagsmiðlum um helgina að stór hópur úkraínskra flóttamanna þyrfti að yfirgefa Hótel Sögu á næstunni og væri því að leita sér að leiguhúsnæði. Einhverjir flóttamenn höfðu talið að þeir gætu dvalið á hótelinu næstu mánuði og því hafi það komið þeim að óvörum að þau þurftu að fara þaðan. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, bendir á að Hótel Saga sé aðeins skammtímaúrræði. Skilaboð sem sett voru á leigusíðu á Facebook um helgina.Mynd/Skjáskot „Þetta er þannig að fólk kemur inn í skammtímaúrræði í nokkrar vikur og fer svo þaðan annað hvort í svokölluð skjól, sem eru þá til þriggja mánaða, eða þá að fólk er búið að útvega sér húsnæði sjálft,“ segir Gylfi en yfir hundrað manns dvelja nú á Hótel Sögu. Einhverjir virðast hafa staðið í þeirri trú að úrræðið á Hótel sögu væri að loka en Gylfi segir svo ekki vera, heldur þarf aðeins að rýma herbergi fyrir komu fleiri flóttamanna. Þá er erfitt fyrir flóttamenn að vera þar til lengri tíma. „Eins og til dæmis á Hótel Sögu þá eru þetta gömlu hótelherbergin og kannski ekki mikið pláss fyrir hvern og einn, þess vegna er þetta skammtímahúsnæði. Þannig þetta er bara eðlilegasti hlutur og gerist oft á viku að fólk sé að fara á milli,“ segir Gylfi. Fá aðstoð við að leita að húsnæði Nokkur skjól eru í boði, til að mynda á Bifröst og segir Gylfi að það hafi gengið vel fyrir flóttamenn að aðlagast þar og fá vinnu. Margir hafi þó fundið sér vinnu á höfuðborgarsvæðinu og er þeim þá frjálst að taka húsnæði þar á leigu. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga er staðan á leigumarkaði þó sífellt að versna og leiguverð að hækka. Í ljósi þessa ítrekar Gylfi að flóttafólk fái aðstoð við að finna húsnæði en þau eru með lista yfir lausar íbúðir og herbergi víða sem fólk hefur bent á auk þess sem Vinnumálastofnun er með talsvert af störfum sem fylgir búseta. „Það er líka alltaf hægt að leita til til dæmis Fjölmenningarseturs. Þegar fólk í þessari stöðu er í vandræðum, þá er alltaf hægt að leita þangað til þess að fá aðstoð,“ segir Gylfi. „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum, það er ekki þannig.“ Metfjöldi flóttafólks á landinu Að meðaltali eru um það bil tíu flóttamenn frá Úkraínu að koma til landsins á hverjum degi en í heildina hafa rúmlega þúsund úkraínskir flóttamenn leitað hingað frá því að innrás Rússa hófst fyrir þremur mánuðum. „Hvað verður vitum við ekki, en þessi tala sem við erum komin í núna, yfir þúsund manns, þetta er svona það sem við vorum að búast við á einu ári, þúsund til fimmtán hundruð. Með þessu áframhaldi förum við hátt yfir þá tölu þannig það verður metfjöldi flóttafólks á Íslandi á þessu ári, það er ljóst og það er þegar þannig,“ segir Gylfi. Verið er að auka framboð af skammtímahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og svokölluð skjól víða um land til að bregðast við stöðunni. „Við erum að skoða það bara með sveitarfélögunum og þessum helstu hagsmunaraðilum, hvernig er hægt að leysa þau mál,“ segir Gylfi.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira