Kosningabarnið svo tillitsamt að mæta á mánudeginum Snorri Másson skrifar 21. maí 2022 20:32 Stefán Þór Eysteinsson oddviti hins félagshyggjusinnaða Fjarðalista í Fjarðabyggð kljáðist við heldur umfangsmikið hliðarverkefni í aðdraganda nýliðinna sveitarstjórnarkosninga; sambýliskona hans Freyja Viðarsdóttir var komin að barnsburði og von var á tíðindum á hverri stundu. Aðsend mynd Á meðan lítið þokast í meirihlutaviðræðum í Reykjavík, er kominn gangur í viðræður í Fjarðabyggð. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að þar fæddist oddvita félagshyggjuframboðsins barn í miðjum viðræðum - sem var þó svo tillitsamt að koma ekki á kosninganótt. Fjarðabyggð er 10. fjölmennasta sveitarfélag landsins - felur í sér Neskaupstað, Eskifjörð og Reyðarfjörð. Að ekki sé minnst á Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Mjóafjörð. Stefán Þór Eysteinsson oddviti hins félagshyggjusinnaða Fjarðalista í Fjarðabyggð kljáðist við heldur umfangsmikið hliðarverkefni í aðdraganda nýliðinna sveitarstjórnarkosninga; sambýliskona hans Freyja Viðarsdóttir var komin að barnsburði og von var á tíðindum á hverri stundu. „Kosninganóttina sjálfa var Freyja bara með samdrætti. Ég átti alveg eins von á að hún kæmi þá á kosningavökunni, eiginlega. En hún ákvað að bíða með þetta þar til á mánudaginn,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu og Freyja bætir við: „Mjög tillitssöm stelpa greinilega.“ Fréttastofa ræddi stuttlega við foreldrana og barnið í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem má sjá hér að ofan. Íhugaði að fela símann Meirihluti Fjarðalistans með Framsóknarflokknum hélt þótt Sjálfstæðisflokkur sé stærsti flokkurinn og í hönd fóru meirihlutaviðræður Framsóknar og Fjarðalistans í þessu fimm þúsund manna sveitarfélagi. „Það er búið að vera smá púsluspil að ná þessum fundum saman en það eru allir búnir að vera mjög tillitsamir við okkur í þessu. Og svo er Freyja búin að vera ævintýralega skilningsrík í þessu. En það hafa já allir sýnt þessu mikinn skilning,“ segir Stefán. Að mestu leyti mikinn skilning, það er að segja: „Ég var alveg tvisvar búin að íhuga að fela símann, það var alveg kominn sá tímapunktur,“ segir Freyja. Allir flokkar stefna í sömu átt í Fjarðabyggð Foreldrunum hafa borist hamingjuóskir þvert á flokka, ekki að undra, á minni svæðum sem þessum eru allir aðeins meiri vinir en á stærri svæðum, segir Stefán. sem má vera að sé í ætt við að öllu meiri sátt virðist ríkja um stjórnmálin á minni svæðum, eins og Stefán lýsir. „Við erum öll að stefna í sömu átt og átökin eru ekki mikil, enda er það í raun óþarfi,“ segir Stefán. En aftur að því sem máli skiptir. Er komið nafn? „Ekki enn þá. Við erum að máta nokkur nöfn,“ segir Stefán. Freyja: „Ég held að það sé meiri ósætti þar en í kosningunum." Á höfuðborgarsvæðinu eru málin í meiri hnút en í Fjarðabyggð – þar hefur lítið hreyfst í viðræðum, en þreifingar halda að sjálfsögðu áfram. Í Mosfellsbæ var í dag sagt frá því að Vinir Mosfellsbæjar eru úr leik í meirihlutaviðræðunum, Framsókn, Viðreisn og Samfylking halda áfram að tala saman. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fjarðabyggð er 10. fjölmennasta sveitarfélag landsins - felur í sér Neskaupstað, Eskifjörð og Reyðarfjörð. Að ekki sé minnst á Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Mjóafjörð. Stefán Þór Eysteinsson oddviti hins félagshyggjusinnaða Fjarðalista í Fjarðabyggð kljáðist við heldur umfangsmikið hliðarverkefni í aðdraganda nýliðinna sveitarstjórnarkosninga; sambýliskona hans Freyja Viðarsdóttir var komin að barnsburði og von var á tíðindum á hverri stundu. „Kosninganóttina sjálfa var Freyja bara með samdrætti. Ég átti alveg eins von á að hún kæmi þá á kosningavökunni, eiginlega. En hún ákvað að bíða með þetta þar til á mánudaginn,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu og Freyja bætir við: „Mjög tillitssöm stelpa greinilega.“ Fréttastofa ræddi stuttlega við foreldrana og barnið í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem má sjá hér að ofan. Íhugaði að fela símann Meirihluti Fjarðalistans með Framsóknarflokknum hélt þótt Sjálfstæðisflokkur sé stærsti flokkurinn og í hönd fóru meirihlutaviðræður Framsóknar og Fjarðalistans í þessu fimm þúsund manna sveitarfélagi. „Það er búið að vera smá púsluspil að ná þessum fundum saman en það eru allir búnir að vera mjög tillitsamir við okkur í þessu. Og svo er Freyja búin að vera ævintýralega skilningsrík í þessu. En það hafa já allir sýnt þessu mikinn skilning,“ segir Stefán. Að mestu leyti mikinn skilning, það er að segja: „Ég var alveg tvisvar búin að íhuga að fela símann, það var alveg kominn sá tímapunktur,“ segir Freyja. Allir flokkar stefna í sömu átt í Fjarðabyggð Foreldrunum hafa borist hamingjuóskir þvert á flokka, ekki að undra, á minni svæðum sem þessum eru allir aðeins meiri vinir en á stærri svæðum, segir Stefán. sem má vera að sé í ætt við að öllu meiri sátt virðist ríkja um stjórnmálin á minni svæðum, eins og Stefán lýsir. „Við erum öll að stefna í sömu átt og átökin eru ekki mikil, enda er það í raun óþarfi,“ segir Stefán. En aftur að því sem máli skiptir. Er komið nafn? „Ekki enn þá. Við erum að máta nokkur nöfn,“ segir Stefán. Freyja: „Ég held að það sé meiri ósætti þar en í kosningunum." Á höfuðborgarsvæðinu eru málin í meiri hnút en í Fjarðabyggð – þar hefur lítið hreyfst í viðræðum, en þreifingar halda að sjálfsögðu áfram. Í Mosfellsbæ var í dag sagt frá því að Vinir Mosfellsbæjar eru úr leik í meirihlutaviðræðunum, Framsókn, Viðreisn og Samfylking halda áfram að tala saman.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira