Enski boltinn

Segir leik­menn ekki vera vél­menni og að hann hafi þurft að taka á­kvörðun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Antonio Rüdiger er á leið frá Chelsea á frjálsri sölu í sumar.
Antonio Rüdiger er á leið frá Chelsea á frjálsri sölu í sumar. EPA-EFE/NEIL HALL

Þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger er á leið frá Chelsea á frjálsri sölu í sumar. Hann mun að öllum líkindum ganga til liðs við Spánarmeistara Real Madríd. Honum þykir leitt hvernig dvöl hans í Lundúnum endar.

„Því miður fóru viðræður um nýjan samning út um þúfur síðasta haust. Það flækir stöðuna töluvert þegar maður heyrir ekkert frá ágúst og þangað til í janúar,“ sagði Rüdiger í pistli sem ber heitið „Kæra Chelsea“ og var birtur á vefnum The Player´s Tribune.

Í pistlinum fer hinn 29 ára gamli miðvörður yfir stöðu mála.

„Eftir að Chelsea lagði fyrst fram tilboð þá leið langur tími þar sem ekkert gerðist. Við erum ekki vélmenni. Það er ekki hægt að lifa í óvissu mánuðum saman. Það sá enginn fyrir þær hömlur sem settar yrðu á félagið (og eiganda þess, Roman Abramovich, vegna innrásar Rússlands í Úkraínu) en staðan varð fljótt þannig að stór félög innan Evrópu sýndu mér mikinn áhuga og ég varð að taka ákvörðun.“

„Ég ætla ekki að segja meira en ég hef ekki slæman hlut að segja um Chelsea,“ sagði Rüdiger að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.