Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði yfirleitt á bilinu tíu til fimmtán stig en svalara á Austfjörðum.
„Norðanátt um helgina, 5-13 m/s, hvassast vestantil. Rigning á norðan- og austanverðu landinu.
Dagarnir byrja þurrir í öðrum landshlutum en það má búast við nokkrum síðdegisskúrum sunnanlands.
Þurrt og bjart veður er í kortunum á suðvesturhorninu. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast syðst en kólnar fyrir norðan á sunnudag.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðan 5-13 m/s, hvassast vestast. Súld eða rigning norðan- og austanlands. Þurrt á Suðvesturlandi, en skúrir sunnanlands síðdegis. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðurlandi.
Á sunnudag: Norðan 3-10 og dálítil rigning á Norður- og Austurlandi. Víða bjartviðri sunnan heiða, en stöku skúrir syðst á landinu síðdegis. Kólnar lítillega.
Á mánudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað og lítilsháttar væta norðan- og austanlands, en síðdegisskúrir á Suður- og Vesturlandi. Hiti frá 3 stigum í innsveitum fyrir norðan, upp í 13 stig á Suðurlandi.
Á þriðjudag og miðvikudag: Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og líkur á skúrum, einkum síðdegis. Hiti 7 til 12 stig.
Á fimmtudag (uppstigningardagur): Útlit fyrir vestlæga eða breytilega átt og vætu í flestum landhlutum. Hiti 4 til 10 stig.