Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og fylgst með umræðum á Alþingi en fjármálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér mótvægisaðgerðir gegn verðbólgunni, líkt og greiðslu barnabótaauka.

Þá tökum við stöðuna á pólitíkinni en meirihlutaviðræður standa yfir um land allt eftir kosningar. Við kynnum við okkur einnig viðamiklar rannsóknir sem standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni, þar sem fjallabylgjur gætu hugsanlega skapað hættulegt niðurstreymi.

Einnig kíkjum við í Hússtjórnarskólann þar sem skólameistari til áratuga skilaði lyklum og góðu búi til nýs eftirmanns í dag, sem lofar að halda í hefðir lærimóður sinnar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×