Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 18. maí 2022 10:58 Viðræður standa yfir um hverjir muni stjórna í Ráðhúsinu á Akureyri næstu fjögur árin. Vísir/Vilhelm Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. Eins og Vísir sagði frá í gær var meirihlutaviðræðum L-listans, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins slitið í gær að frumkvæði síðarnefndu flokkanna. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að ekki hafi náðst saman um nokkur mál. Halla Björk Reynisdóttir, einn af bæjarfulltrúm L-listans, sagði þó að lítill sem enginn málefnaágreiningur hafi verið uppi. Halla Björk sagði einnig í gær að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu ákveðið að fara í viðræður við Miðflokkinn og Samfylkingunna um myndun meirihluta. Samanlegt eiga þessir flokkar sex fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. „Við höfum það svolítið á tilfinningunni að þau hafi aldrei ætlað sér að mynda meirihluta með okkur,“ segir Halla Björk í stamtali við Vísi í dag. Það er allavega talað um að þau séu að ræða við hina flokkana, BDSM-stjórnin eins og hún var kölluð í Morgunblaðinu, hvernig getur það litið út, yrðuð þið ósátt ef það yrði niðurstaðan? „Við erum auðvitað ósátt við að komast ekki í meirihluta hafandi unnið kosningarnar. En við getum svosem lítið gert í því." Ekki mikið sem standi út af miðað við stefnuskrár flokkanna Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, segir í samtali við Vísi að fulltrúar flokkanna fjögurra, B, D, S og M, muni hittast á fundi í kvöld. Hann virðist nokkuð bjartsýnn á viðræðurnar. „Ef þú skoðar stefnuskrá flokkanna þá er ekkert mikið sem stendur út af, það sem fólk er eitthvað virkilega ósátt um eitthvað. Það eru nú flestir sem sjá hvað þarf að gera í bænum okkar og það eru allir kannski með svipaðar stefnuskrár, það er bara hvernig við ætlum að nálgast það,“ segir Hlynur. Aðspurður um hvort að það hafi komið honum á óvart að upp úr hafi slitnað úr viðræðum L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins í gær, segir hann að svo hafi verið. „Ég hélt nú að þeir gætu alveg náð þessu saman en eitthvað hefur gerst þarna sem hefur fólk hefur ekki verið sátt við, sem ég veit ekkert um í sjálfu sér,“ segir Hlynur. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Eins og Vísir sagði frá í gær var meirihlutaviðræðum L-listans, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins slitið í gær að frumkvæði síðarnefndu flokkanna. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að ekki hafi náðst saman um nokkur mál. Halla Björk Reynisdóttir, einn af bæjarfulltrúm L-listans, sagði þó að lítill sem enginn málefnaágreiningur hafi verið uppi. Halla Björk sagði einnig í gær að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu ákveðið að fara í viðræður við Miðflokkinn og Samfylkingunna um myndun meirihluta. Samanlegt eiga þessir flokkar sex fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. „Við höfum það svolítið á tilfinningunni að þau hafi aldrei ætlað sér að mynda meirihluta með okkur,“ segir Halla Björk í stamtali við Vísi í dag. Það er allavega talað um að þau séu að ræða við hina flokkana, BDSM-stjórnin eins og hún var kölluð í Morgunblaðinu, hvernig getur það litið út, yrðuð þið ósátt ef það yrði niðurstaðan? „Við erum auðvitað ósátt við að komast ekki í meirihluta hafandi unnið kosningarnar. En við getum svosem lítið gert í því." Ekki mikið sem standi út af miðað við stefnuskrár flokkanna Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, segir í samtali við Vísi að fulltrúar flokkanna fjögurra, B, D, S og M, muni hittast á fundi í kvöld. Hann virðist nokkuð bjartsýnn á viðræðurnar. „Ef þú skoðar stefnuskrá flokkanna þá er ekkert mikið sem stendur út af, það sem fólk er eitthvað virkilega ósátt um eitthvað. Það eru nú flestir sem sjá hvað þarf að gera í bænum okkar og það eru allir kannski með svipaðar stefnuskrár, það er bara hvernig við ætlum að nálgast það,“ segir Hlynur. Aðspurður um hvort að það hafi komið honum á óvart að upp úr hafi slitnað úr viðræðum L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins í gær, segir hann að svo hafi verið. „Ég hélt nú að þeir gætu alveg náð þessu saman en eitthvað hefur gerst þarna sem hefur fólk hefur ekki verið sátt við, sem ég veit ekkert um í sjálfu sér,“ segir Hlynur.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55
Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10