Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2022 09:55 Ellefu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Akureyrar og er endurnýjun mjög mikil, þar sem átta af ellefu bæjarfulltrúum eru nýir. Vísir/Tryggvi Páll Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. Nú eru nokkrir mögulegir meirihlutar í boði en Bæjarlistinn, sem náði þremur mönnum inn, er í lykilstöðu í myndun nýs meirihluta, standi það til yfir höfuð en gera má ráð fyrir að það skýrist í dag eða á næstu dögum. Ellefu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Akureyrar og er endurnýjun mjög mikil, þar sem átta af ellefu bæjarfulltrúum eru nýir, eins og bent er á í frétt Vikublaðsins. Bæjarlistinn (L) bætti við sig manni, náði þremur bæjarfulltrúum inn og er stærsti flokkurinn á Akureyri. Sjá einnig: Lokatölur frá Akureyri - Bæjarlistinn í lykilstöðu Sjálfstæðisflokkurinn (D) náði tveimur inn og missti þar með einn bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn (B) er einnig með tvo bæjarfulltrúa, eins og eftir síðustu kosningar. Miðflokkurinn (M) hélt sínum eina manni í bæjarstjórn og það gerðu Vinstri grænir (V) einnig. Samfylkingin (S) er sömuleiðis með einn en var með tvo á síðasta kjörtímabili. Flokkur fólksins (F) kemur nýr inn á Akureyri með einn mann. Kattarframboðið og Píratar náðu ekki inn manni. Þar sem sjö flokkar náðu inn manni á Akureyri og enginn þeirra með fleiri en þrjá menn er ljóst að meirihlutasamstarf getur tekið allnokkrar myndir. Bæjarlistinn er í ráðandi stöðu og mun líklegast leiða meirihlutamyndunarviðræður. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Björg áfram bæjarstjóri í Grundarfirði eftir sigur D-lista D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra vann sigur og hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn í Grundarfirði í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær. 15. maí 2022 09:39 Jakob Björgvin áfram bæjarstjóri eftir sigur H-lista H-listi Framfarasinna vann sigur í kosningum til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar í gær. 15. maí 2022 09:18 Bein útsending: Dramatísk kosninganótt gerð upp á Sprengisandi Það er óhætt að segja að kosninganóttin hafi verið dramatísk þar sem tölurnar létu bíða eftir sér víða og staðfest úrslit þar með um leið. 15. maí 2022 09:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Nú eru nokkrir mögulegir meirihlutar í boði en Bæjarlistinn, sem náði þremur mönnum inn, er í lykilstöðu í myndun nýs meirihluta, standi það til yfir höfuð en gera má ráð fyrir að það skýrist í dag eða á næstu dögum. Ellefu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn Akureyrar og er endurnýjun mjög mikil, þar sem átta af ellefu bæjarfulltrúum eru nýir, eins og bent er á í frétt Vikublaðsins. Bæjarlistinn (L) bætti við sig manni, náði þremur bæjarfulltrúum inn og er stærsti flokkurinn á Akureyri. Sjá einnig: Lokatölur frá Akureyri - Bæjarlistinn í lykilstöðu Sjálfstæðisflokkurinn (D) náði tveimur inn og missti þar með einn bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn (B) er einnig með tvo bæjarfulltrúa, eins og eftir síðustu kosningar. Miðflokkurinn (M) hélt sínum eina manni í bæjarstjórn og það gerðu Vinstri grænir (V) einnig. Samfylkingin (S) er sömuleiðis með einn en var með tvo á síðasta kjörtímabili. Flokkur fólksins (F) kemur nýr inn á Akureyri með einn mann. Kattarframboðið og Píratar náðu ekki inn manni. Þar sem sjö flokkar náðu inn manni á Akureyri og enginn þeirra með fleiri en þrjá menn er ljóst að meirihlutasamstarf getur tekið allnokkrar myndir. Bæjarlistinn er í ráðandi stöðu og mun líklegast leiða meirihlutamyndunarviðræður.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Björg áfram bæjarstjóri í Grundarfirði eftir sigur D-lista D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra vann sigur og hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn í Grundarfirði í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær. 15. maí 2022 09:39 Jakob Björgvin áfram bæjarstjóri eftir sigur H-lista H-listi Framfarasinna vann sigur í kosningum til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar í gær. 15. maí 2022 09:18 Bein útsending: Dramatísk kosninganótt gerð upp á Sprengisandi Það er óhætt að segja að kosninganóttin hafi verið dramatísk þar sem tölurnar létu bíða eftir sér víða og staðfest úrslit þar með um leið. 15. maí 2022 09:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Björg áfram bæjarstjóri í Grundarfirði eftir sigur D-lista D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra vann sigur og hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn í Grundarfirði í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær. 15. maí 2022 09:39
Jakob Björgvin áfram bæjarstjóri eftir sigur H-lista H-listi Framfarasinna vann sigur í kosningum til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar í gær. 15. maí 2022 09:18
Bein útsending: Dramatísk kosninganótt gerð upp á Sprengisandi Það er óhætt að segja að kosninganóttin hafi verið dramatísk þar sem tölurnar létu bíða eftir sér víða og staðfest úrslit þar með um leið. 15. maí 2022 09:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels