Innlent

Tíu ára stúlka féll útbyrðis úr kajak á Hafravatni

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Hafravatni. Myndin er úr safni.
Frá Hafravatni. Myndin er úr safni. Vísir

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld vegna tíu ára gamallar stúlku sem féll úr kajak í Hafravatn. Fólki á staðnum tókst að komast að stúlkunni á bátum og koma henni á þurrt land.

Stúlkan var í hópi á kajökum á vatninu þegar hún rak aðeins frá hópnum og féll útbyrðis. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins var heilmikið viðbragð sett af stað þegar útkallið barst. Tveir bátar og kafarar frá slökkviliðinu voru meðal annars sendir á staðinn.

Fólki sem var á staðnum tókst að koma stúlkunni í bát um klukkan hálf átta. Hún hafði þá verið í vatninu í nokkurn tíma. Hún var í björgunarvesti.

Þegar í land var komið var stúlkunni komið í sjúkrabíl þar sem hún fékk aðhlynningu. Að sögn slökkviliðs leit ástandið vel út þrátt fyrir volkið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×