Innlent

Ýtt niður listann með út­strikunum og missir af sæti í sveitar­stjórn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Elín Höskuldsdóttir (t.v.) var ýtt niður listann með útstrikunum og fær Harpa Magnúsdóttir því sæti í sveitarstjórn Flóahrepps.
Elín Höskuldsdóttir (t.v.) var ýtt niður listann með útstrikunum og fær Harpa Magnúsdóttir því sæti í sveitarstjórn Flóahrepps. T-listinn Flóahreppi

Elín Höskuldsdóttir mun ekki taka sæti í sveitarstjórn Flóahrepps þrátt fyrir að hafa skipað annað sætið á lista sem hlýtur tvo fulltrúa. Útstrikanir ýttu henni niður listann og Harpa Magnúsdóttir fær sætið. 

Í Flóahrepp hlaut T-listinn 129 atkvæði og þar með 33,6 prósent atkvæða. Fylgið skilaði tveimur mönnum inn í bæjarstjórn en Sigurjón Andrésson og Elín Höskuldsdóttir skipuðu efstu tvö sæti listans.

38 af þeim sem kusu T-listann strikuðu þó yfir nafn Elínar eða 29,5 prósent fylgjenda. Með því ýtist Elín niður listann og þarf hún að sætta sig við það að vera varafulltrúi. Þetta kemur fram í greinargerð á vef Flóahrepps. Í staðinn fyrir Elínu mun Harpa Magnúsdóttir taka sæti í sveitarstjórn.

I-listinn hlaut 255 atkvæði í kosningunum eða 66,4 prósent greiddra atkvæða og fá þrjá fulltrúa í sveitarstjórn. Árni Eiríksson, oddviti þeirra, fékk sjö útstrikanir og ellefu sinnum var strikað yfir nafn Huldu Kristjánsdóttur í öðru sæti listans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.