Innlent

Flestir strikuðu yfir Þórhall Jónsson

Bjarki Sigurðsson skrifar
Oftast var strikað yfir nafn Þórhalls Jónssonar sem skipaði þriðja sætið á lista Sjálfstæðisflokksins.
Oftast var strikað yfir nafn Þórhalls Jónssonar sem skipaði þriðja sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm

Á Akureyri voru það aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem strikuðu yfir nöfn frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Strikað var yfir nöfn þeirra alls 120 sinnum. Af frambjóðendunum var það Þórhallur Jónsson í þriðja sæti listans sem fékk flestar útstrikanir, 81 talsins. 

Hjá L-listanum var 35 sinnum strikað yfir nöfn frambjóðenda, oftast yfir nafn Andra Teitssonar í 4. sæti listans.

Andri Teitsson skipaði 4. sætið hjá L-listanum.Aðsend

Þá var strikað 26 sinnum yfir nöfn frambjóðenda Vinstri grænna og fengu alls 18 frambjóðendur af 22 eina eða fleiri útstrikun. 

Miðflokkurinn hlaut 27 útstrikanir og voru þær flestar yfir nafn Hlyns Jóhannssonar, oddvita flokksins, 16 sinnum.  Samfylkingin fékk 21 útstrikanir og hlaut Hilda Jana Gísladóttir oddviti tólf þeirra.

Hlynur fékk sextán útstrikanir og Hilda Jana tólf.Aðsend

Strikað var þrisvar yfir nafn Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur, oddvita Framsóknarflokksins, en flokkurinn fékk alls 13 útstrikanir. Níu sinnum var strikað yfir nöfn á lista Flokks fólksins, þrisvar hjá Brynjólfi Ingvarssyni oddvita, og þrisvar sinnum yfir Hannesínu Scheving í fjórða sætinu. 

Kattaframboðið fékk tvær útstrikanir, bæði skiptin yfir nafn Snorra Ásmundssonar oddvita, og Píratar fengu aðeins eina. Þá var strikað yfir nafn Hrafndísar Báru Einarsdóttur. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.