Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. maí 2022 10:27 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í Reykjavík ætla að halda saman í meirihlutaviðræðum næstu daga. Frá þessu greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í samtali við Vísi í morgun. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir þessa stöðu sérkennilega. „Við höfum átt í samtölum við nokkra oddvita að undanförnu og það hefur gengið ágætlega. Manni finnst þessi staða sérkennileg ekki síst vegna þess að meirihlutinn féll með nokkuð afgerandi hætti. Hann féll líka eftir síðustu kosningar þannig að það er auðvitað skýr lýðræðisleg niðurstaða og ákall eftir þessar kosningar á breytingar og breytt mynstur flokka í borginni, þannig þetta finnst mér auðvitað sérkennileg nálgun á málin en það er auðvitað nógur tími eftir og alls konar þreifingar í gangi. Ég er enn vongóð,“ sagði Hildur. Vill ræða við alla Hildur segist búin að ræða við nokkra oddvita. „Allt svona óformlegs eðlis og engar formlegar viðræður hafnar neins staðar en mér finnst eðlilegt að oddviti stærsta flokksins setji sig í samband við aðra oddvita. Sjálfstæðisflokkurinn er breiður flokkur og við útilokum aldrei neina og getum unnið með öllum þannig mér finnst sjálfsagt að tala við alla.“ Ljóst er að töluvert verður um þreifingar í borginni í dag og næstu daga. Hildur segir að oddvitar flokkanna verði að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninganna. „Flokkarnir verða að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er auðvitað þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn að loknum þessum kosningum. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar fengu líka ríkan stuðning heilt yfir þannig það þarf auðvitað líka að virða lýðræðið.“ Lítið um breytingar ákveði Framsókn að vera varahjól undir föllnum meirihluta Framsóknarflokkurinn boðaði breytingar í borginni. Finnst þér líklegt að það verði breytingar ef Framsóknarflokkur ákveður að mynda meirihluta með flokkum sem setið hafa í meirihluta; Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum? „Það er mjög ólíklegt að það verði breytingar. Framsóknarflokkurinn boðaði nýja nálgun og ákveðnar breytingar í borginni og að ganga inn í meirihluta þar sem þau [Framsóknarflokkurinn] hafa eingöngu fjóra menn af þrettán, þá hafa þau auðvitað ekki mikinn styrk til að breyta þeim áherslum sem nú hafa verið uppi. Þannig ég sé ekki fyrir mér að borgarbúar fái miklar breytingar ef þau ákveða að vera varahjól undir þessum fallna meirihluta.“ Gefur ekkert upp um fundi dagsins Ert þú að fara á fund með einhverjum í dag? Oddvita Framsóknarflokksins til dæmis? „Ég er þegar búin að eiga einhverja fundi og einhver samtöl og eins og ég segi þá erum við bara að taka stöðuna á öllum.“ Með hverjum hefur þú átt fundi í morgun? „Ég ætla ekkert að gefa upp um það en ég hitti auðvitað bæði borgarstjóra og oddvita Framsóknar í viðtali uppi í útvarpshúsi í dag og við áttum samtal í kjölfarið.“ Og eru fyrirhugaðir fundir í dag? „Það eru fyrirhugaðir einhverjir fundir í dag já.“ Og þú vilt ekki gefa upp með hverjum? „Eins og ég segi þá er ég að tala við alla.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 16. maí 2022 08:35 Kosningavaktin: Viðræður um landið og línur skýrast Línur eru farnar að skýrast víða um land hvaða flokkar muni reyna að ná saman og mynda meirihluta, í þeim sveitarfélögum þar sem einn flokkur náði ekki meirihluta. 16. maí 2022 18:00 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í Reykjavík ætla að halda saman í meirihlutaviðræðum næstu daga. Frá þessu greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í samtali við Vísi í morgun. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir þessa stöðu sérkennilega. „Við höfum átt í samtölum við nokkra oddvita að undanförnu og það hefur gengið ágætlega. Manni finnst þessi staða sérkennileg ekki síst vegna þess að meirihlutinn féll með nokkuð afgerandi hætti. Hann féll líka eftir síðustu kosningar þannig að það er auðvitað skýr lýðræðisleg niðurstaða og ákall eftir þessar kosningar á breytingar og breytt mynstur flokka í borginni, þannig þetta finnst mér auðvitað sérkennileg nálgun á málin en það er auðvitað nógur tími eftir og alls konar þreifingar í gangi. Ég er enn vongóð,“ sagði Hildur. Vill ræða við alla Hildur segist búin að ræða við nokkra oddvita. „Allt svona óformlegs eðlis og engar formlegar viðræður hafnar neins staðar en mér finnst eðlilegt að oddviti stærsta flokksins setji sig í samband við aðra oddvita. Sjálfstæðisflokkurinn er breiður flokkur og við útilokum aldrei neina og getum unnið með öllum þannig mér finnst sjálfsagt að tala við alla.“ Ljóst er að töluvert verður um þreifingar í borginni í dag og næstu daga. Hildur segir að oddvitar flokkanna verði að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninganna. „Flokkarnir verða að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er auðvitað þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn að loknum þessum kosningum. Þeir flokkar sem boðuðu breytingar fengu líka ríkan stuðning heilt yfir þannig það þarf auðvitað líka að virða lýðræðið.“ Lítið um breytingar ákveði Framsókn að vera varahjól undir föllnum meirihluta Framsóknarflokkurinn boðaði breytingar í borginni. Finnst þér líklegt að það verði breytingar ef Framsóknarflokkur ákveður að mynda meirihluta með flokkum sem setið hafa í meirihluta; Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum? „Það er mjög ólíklegt að það verði breytingar. Framsóknarflokkurinn boðaði nýja nálgun og ákveðnar breytingar í borginni og að ganga inn í meirihluta þar sem þau [Framsóknarflokkurinn] hafa eingöngu fjóra menn af þrettán, þá hafa þau auðvitað ekki mikinn styrk til að breyta þeim áherslum sem nú hafa verið uppi. Þannig ég sé ekki fyrir mér að borgarbúar fái miklar breytingar ef þau ákveða að vera varahjól undir þessum fallna meirihluta.“ Gefur ekkert upp um fundi dagsins Ert þú að fara á fund með einhverjum í dag? Oddvita Framsóknarflokksins til dæmis? „Ég er þegar búin að eiga einhverja fundi og einhver samtöl og eins og ég segi þá erum við bara að taka stöðuna á öllum.“ Með hverjum hefur þú átt fundi í morgun? „Ég ætla ekkert að gefa upp um það en ég hitti auðvitað bæði borgarstjóra og oddvita Framsóknar í viðtali uppi í útvarpshúsi í dag og við áttum samtal í kjölfarið.“ Og eru fyrirhugaðir fundir í dag? „Það eru fyrirhugaðir einhverjir fundir í dag já.“ Og þú vilt ekki gefa upp með hverjum? „Eins og ég segi þá er ég að tala við alla.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir „Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 16. maí 2022 08:35 Kosningavaktin: Viðræður um landið og línur skýrast Línur eru farnar að skýrast víða um land hvaða flokkar muni reyna að ná saman og mynda meirihluta, í þeim sveitarfélögum þar sem einn flokkur náði ekki meirihluta. 16. maí 2022 18:00 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
„Við fórum yfir stöðuna og ákváðum að halda saman“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 16. maí 2022 08:35
Kosningavaktin: Viðræður um landið og línur skýrast Línur eru farnar að skýrast víða um land hvaða flokkar muni reyna að ná saman og mynda meirihluta, í þeim sveitarfélögum þar sem einn flokkur náði ekki meirihluta. 16. maí 2022 18:00