Innlent

Réðst á ökumann undir stýri

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Kópavogi. 
Atvikið átti sér stað í Kópavogi.  Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um líkamsárás í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi þar sem kona og maður virðast hafa ráðist á þriðja mann.

 Að því er fram kemur í skeyti frá lögreglu er konan sögð hafa verið í bifreið mannsins og mun hún hafa ráðist á hann með þeim afleiðingum að hann ekur utan í vegrið.

Þá hafi maður komið þar að opnað bílstjórahurðina og slegið ökumanninn ítrekað í höfuðið. Parið hafi síðan flúið vettvanginn í öðrum bíl.

Vitni sem hafði verið nærri vettvangi sýndi lögreglu upptöku af atvikinu sem hann var með í síma sínum, en óljóst er af frásögn lögreglu hver málalok voru og ekki kemur fram hvort maðurinn hafi slasast alvarlega í árásinni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.