Opin fyrir samstarfi með Framsóknarflokknum Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 03:16 Það var bjart yfir Dóru á kosningavöku Pírata á Miami eftir fyrstu tölur í Reykjavík. Vísir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist vera opin fyrir því að starfa með Framsókn í borgarstjórn ef núverandi samstarfsflokkar missa meirihluta sinn. Samkvæmt fyrstu tölum er meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fallinn en Píratar bæta þó við sig manni. „Ég er bara ótrúlega ánægð og þakklát og auðmjúk. Þetta er náttúrulega risastórt. Við erum að bæta helling við okkur, við erum strax að mælast inni með einn nýjan borgarfulltrúa og með meiri krafti getum við haft enn meiri áhrif í þágu borgarbúa, í þágu almannahags.“ Hún bætir við að hún sé spennt fyrir nóttinni, einkum í ljósi þess að ungt fólk eigi stundum til að skila sér síðar á kjörstað sem leiði til þess að atkvæði þeirra séu talin síðar. Það hefur margoft sýnt sig að kjósendur Pírata eru yfirleitt hlutfallslega yngri en kjósendur annarra flokka og oft ólíklegri til að skila sér á kjörstað. Útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum Aðspurð um stöðu meirihlutans í Reykjavík segir Dóra að nóttin sé enn ung og mikið að atkvæðum eigi enn eftir að skila sér í hús. „Þannig að það er allt of snemmt að segja eitthvað um það. Við verðum bara að sjá og ég held á fram að treysta, þannig að við sjáum bara til.“ Myndir þú til dæmis vinna með Framsókn í mögulegu samstarfi? „Ég hef talað fyrir því að við séum opin fyrir því að vinna með hverjum þeim sem geta unnið að okkar stefnumálum og Framsókn er auðvitað búin að tala fyrir barnvænu samfélagi sem er eitthvað sem við Píratar stöndum sannarlega fyrir, svo það er bara fullt af tækifærum í stöðunni tel ég. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá og svo verðum við að sjá hvað samtalið ber í skauti sér á morgun og næstu daga.“ Píratar hafi þó útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra segir að hún sé bjartsýn og það sé rosaleg stemning hjá Pírötum. Ekki sé hægt að útiloka að fjórði borgarfulltrúinn skili sér inn þegar líður á nóttina. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu tölur í Reykjavík. Píratar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega ánægð og þakklát og auðmjúk. Þetta er náttúrulega risastórt. Við erum að bæta helling við okkur, við erum strax að mælast inni með einn nýjan borgarfulltrúa og með meiri krafti getum við haft enn meiri áhrif í þágu borgarbúa, í þágu almannahags.“ Hún bætir við að hún sé spennt fyrir nóttinni, einkum í ljósi þess að ungt fólk eigi stundum til að skila sér síðar á kjörstað sem leiði til þess að atkvæði þeirra séu talin síðar. Það hefur margoft sýnt sig að kjósendur Pírata eru yfirleitt hlutfallslega yngri en kjósendur annarra flokka og oft ólíklegri til að skila sér á kjörstað. Útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum Aðspurð um stöðu meirihlutans í Reykjavík segir Dóra að nóttin sé enn ung og mikið að atkvæðum eigi enn eftir að skila sér í hús. „Þannig að það er allt of snemmt að segja eitthvað um það. Við verðum bara að sjá og ég held á fram að treysta, þannig að við sjáum bara til.“ Myndir þú til dæmis vinna með Framsókn í mögulegu samstarfi? „Ég hef talað fyrir því að við séum opin fyrir því að vinna með hverjum þeim sem geta unnið að okkar stefnumálum og Framsókn er auðvitað búin að tala fyrir barnvænu samfélagi sem er eitthvað sem við Píratar stöndum sannarlega fyrir, svo það er bara fullt af tækifærum í stöðunni tel ég. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá og svo verðum við að sjá hvað samtalið ber í skauti sér á morgun og næstu daga.“ Píratar hafi þó útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra segir að hún sé bjartsýn og það sé rosaleg stemning hjá Pírötum. Ekki sé hægt að útiloka að fjórði borgarfulltrúinn skili sér inn þegar líður á nóttina. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu tölur í Reykjavík.
Píratar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira