Innlent

Gríðar­leg stemning og eftir­vænting hjá Pírötum

Árni Sæberg skrifar
Dóra Björt var í banastuði þegar hún ávarpaði viðstadda á kosningavöku Pírata.
Dóra Björt var í banastuði þegar hún ávarpaði viðstadda á kosningavöku Pírata. Stöð 2

Oddviti Pírata í Reykjavík segir stemninguna á kosningavöku flokksins vera gríðarlega. Biðin eftir fyrstu tölum í Reykjavík sé þó erfið.

Píratar eru með kosningavöku á skemmtistaðnum Miami á Hverfisgötu, þakið ætlaði af Framsóknarhúsinu, þar sem Miami er til húsa, þegar Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, ávarpaði viðstadda.

Hún kom þakklæti sínu til fólksins til skila en hún segir frábært að tilheyra Pírötum.

„Þetta er búinn að vera einstakur tími í mínu lífi, ég eignaðist barn fyrir rúmum tveimur vikum síðan. Þá fann ég fyrir því hvað það skiptir miklu máli að hafa svona samheldinn og kröftugan hóp,“ segir hún.

Í samtali við fréttastofu eftir ávarpið sagði hún að biðin eftir fyrstu tölum í Reykjavík væri farin að taka á taugarnar. „Það er svo spennandi að sjá hvort að þetta verði í takt við meðbyrinn sem við erum búin að finna fyrir,“ segir Dóra.

Viðtal við Dóru Björt má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×