Innlent

Fjórir slösuðust í hörðum á­rekstri á Miklu­braut

Atli Ísleifsson skrifar
Áreksturinn varð á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík.
Áreksturinn varð á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Fjórir slösuðust þegar harður árekstur varð á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar á öðrum tímanum í nótt.

Sagt er frá árekstrinum í dagbók lögreglu. Þar segir að tilkynnt hafi verið um áreksturinn klukkan 1:21 en þar rákust tveir bílar saman og eru fjórir sagðir slasaðir.

Þeir sem slösuðust voru fluttir á bráðadeild Landspítalans til aðhlynningar en ekki vitað um áverka.

„Annar ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur og eftir aðhlynningu á Bráðadeild var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Bifreiðar fluttar af vettvangi með Króki.“

Ók yfir á rauðu ljósi

Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að um 22:30 hafi lögregla stöðvað ökumann vespu í hverfi 108 í Reykjavík. 

„Maðurinn hafði ekið hjólinu yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Maðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis + fíkniefna og brot á vopnalögum ( var með hníf og piparúða í vösum sínum ). Laus að lokinni sýnatöku,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×