Búin að skera út allar gangtegundir íslenska hestsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2022 19:30 Sigga á Grund við hestana sína fimm með öllum gangtegundum íslenska hestsins, sem hún hefur nú lokið við að skera út. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskur hesturinn er í miklu metum og uppáhaldi hjá Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, alltaf kölluð Sigga á Grund, útskurðarmeistara í Flóanum, enda var hún að ljúka við að skera út allar fimm gangtegundir hestsins. Auk þess var hún að gera risa drykkjarhorn úr nautgripahorni. Maður verður hálf orðlaus þegar komið er inn á smíðaverkstæðið hjá Siggu því verkin hennar eru svo glæsileg. Nú var einum af hápunktinum á ferlinum að ljúka hjá henni því hún var að klára að skera út gangtegundir íslenska hestsins en það er fet, brokk, skeið, stökk og tölt. Töltarinn var síðastur í röðinni. Allt skorið út í Linditré. „Já, já, ég er mjög ánægð með þá alla saman. Það var erfiðast að skera út brokkið og skeiðið en fetið var auðveldast,“ segir Sigga. Sigga segist hafa tengst hestunum öllum mjög vel enda búin að eyða mörg hundruð klukkustundum í að skera þá út. Þeir verða nú sýndir í Tré og List í Flóahreppi í einhvern tíma en fara svo aftur heim á Grund. Sigga á Grund með töltarann, sem hún var að ljúka við að skera út.Magnús Hlynur Hreiðarsson En verða þeir þá áfram á Grund eða eru þeir falir? „Nei, þeir eru ekki falir, þeir eru það ekki, þeir verða mér bara til skemmtunar,“ segir hún og hlær. Sigga nær öllum smáatriðunum ótrúlega vel í hestunum, t.d. faxið, taglið, hófunum, höfuðburðinum og lyftingunni eins og á tölthestinum. Sigga á Grund er mikill snillingur þegar kemur að útskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru ekki bara hestarnir, sem Sigga hefur verið að vinna með, því hún var að klára glæsilegt stórt drykkjarhorn úr nautgripahorni „Já, og svo setti ég náttúrulega bolann upp á hornið, öskuvondan alveg, hann rótar upp þúfunni, sem það stendur á,“ segir Sigga og hlær. Sigga smíðar og sker líka út tóbakshorn, sem eru alltaf vinsæl hjá henni. „Ég held að það sé nú eiginlega engin, sem smíðar þau í dag nema Sigga á Grund, ég held ekki, og ég sker þau náttúrulega út líka.“ Drykkjarhornið, sem Sigga á Grund var að klára en það er nautgripahorn. Bolinn er upp á því. Tóbakshornin eru líka á borðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er útskurðurinn að gefa Siggu? „Ég sofna bara með þetta í kollinum á kvöldin og svo bara vakna ég með þetta líka á morgnanna, það er bara yndislegt,“ segir hún brosandi. Flóahreppur Hestar Menning Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Maður verður hálf orðlaus þegar komið er inn á smíðaverkstæðið hjá Siggu því verkin hennar eru svo glæsileg. Nú var einum af hápunktinum á ferlinum að ljúka hjá henni því hún var að klára að skera út gangtegundir íslenska hestsins en það er fet, brokk, skeið, stökk og tölt. Töltarinn var síðastur í röðinni. Allt skorið út í Linditré. „Já, já, ég er mjög ánægð með þá alla saman. Það var erfiðast að skera út brokkið og skeiðið en fetið var auðveldast,“ segir Sigga. Sigga segist hafa tengst hestunum öllum mjög vel enda búin að eyða mörg hundruð klukkustundum í að skera þá út. Þeir verða nú sýndir í Tré og List í Flóahreppi í einhvern tíma en fara svo aftur heim á Grund. Sigga á Grund með töltarann, sem hún var að ljúka við að skera út.Magnús Hlynur Hreiðarsson En verða þeir þá áfram á Grund eða eru þeir falir? „Nei, þeir eru ekki falir, þeir eru það ekki, þeir verða mér bara til skemmtunar,“ segir hún og hlær. Sigga nær öllum smáatriðunum ótrúlega vel í hestunum, t.d. faxið, taglið, hófunum, höfuðburðinum og lyftingunni eins og á tölthestinum. Sigga á Grund er mikill snillingur þegar kemur að útskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru ekki bara hestarnir, sem Sigga hefur verið að vinna með, því hún var að klára glæsilegt stórt drykkjarhorn úr nautgripahorni „Já, og svo setti ég náttúrulega bolann upp á hornið, öskuvondan alveg, hann rótar upp þúfunni, sem það stendur á,“ segir Sigga og hlær. Sigga smíðar og sker líka út tóbakshorn, sem eru alltaf vinsæl hjá henni. „Ég held að það sé nú eiginlega engin, sem smíðar þau í dag nema Sigga á Grund, ég held ekki, og ég sker þau náttúrulega út líka.“ Drykkjarhornið, sem Sigga á Grund var að klára en það er nautgripahorn. Bolinn er upp á því. Tóbakshornin eru líka á borðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er útskurðurinn að gefa Siggu? „Ég sofna bara með þetta í kollinum á kvöldin og svo bara vakna ég með þetta líka á morgnanna, það er bara yndislegt,“ segir hún brosandi.
Flóahreppur Hestar Menning Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira