Búin að skera út allar gangtegundir íslenska hestsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2022 19:30 Sigga á Grund við hestana sína fimm með öllum gangtegundum íslenska hestsins, sem hún hefur nú lokið við að skera út. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskur hesturinn er í miklu metum og uppáhaldi hjá Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, alltaf kölluð Sigga á Grund, útskurðarmeistara í Flóanum, enda var hún að ljúka við að skera út allar fimm gangtegundir hestsins. Auk þess var hún að gera risa drykkjarhorn úr nautgripahorni. Maður verður hálf orðlaus þegar komið er inn á smíðaverkstæðið hjá Siggu því verkin hennar eru svo glæsileg. Nú var einum af hápunktinum á ferlinum að ljúka hjá henni því hún var að klára að skera út gangtegundir íslenska hestsins en það er fet, brokk, skeið, stökk og tölt. Töltarinn var síðastur í röðinni. Allt skorið út í Linditré. „Já, já, ég er mjög ánægð með þá alla saman. Það var erfiðast að skera út brokkið og skeiðið en fetið var auðveldast,“ segir Sigga. Sigga segist hafa tengst hestunum öllum mjög vel enda búin að eyða mörg hundruð klukkustundum í að skera þá út. Þeir verða nú sýndir í Tré og List í Flóahreppi í einhvern tíma en fara svo aftur heim á Grund. Sigga á Grund með töltarann, sem hún var að ljúka við að skera út.Magnús Hlynur Hreiðarsson En verða þeir þá áfram á Grund eða eru þeir falir? „Nei, þeir eru ekki falir, þeir eru það ekki, þeir verða mér bara til skemmtunar,“ segir hún og hlær. Sigga nær öllum smáatriðunum ótrúlega vel í hestunum, t.d. faxið, taglið, hófunum, höfuðburðinum og lyftingunni eins og á tölthestinum. Sigga á Grund er mikill snillingur þegar kemur að útskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru ekki bara hestarnir, sem Sigga hefur verið að vinna með, því hún var að klára glæsilegt stórt drykkjarhorn úr nautgripahorni „Já, og svo setti ég náttúrulega bolann upp á hornið, öskuvondan alveg, hann rótar upp þúfunni, sem það stendur á,“ segir Sigga og hlær. Sigga smíðar og sker líka út tóbakshorn, sem eru alltaf vinsæl hjá henni. „Ég held að það sé nú eiginlega engin, sem smíðar þau í dag nema Sigga á Grund, ég held ekki, og ég sker þau náttúrulega út líka.“ Drykkjarhornið, sem Sigga á Grund var að klára en það er nautgripahorn. Bolinn er upp á því. Tóbakshornin eru líka á borðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er útskurðurinn að gefa Siggu? „Ég sofna bara með þetta í kollinum á kvöldin og svo bara vakna ég með þetta líka á morgnanna, það er bara yndislegt,“ segir hún brosandi. Flóahreppur Hestar Menning Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundrað milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Maður verður hálf orðlaus þegar komið er inn á smíðaverkstæðið hjá Siggu því verkin hennar eru svo glæsileg. Nú var einum af hápunktinum á ferlinum að ljúka hjá henni því hún var að klára að skera út gangtegundir íslenska hestsins en það er fet, brokk, skeið, stökk og tölt. Töltarinn var síðastur í röðinni. Allt skorið út í Linditré. „Já, já, ég er mjög ánægð með þá alla saman. Það var erfiðast að skera út brokkið og skeiðið en fetið var auðveldast,“ segir Sigga. Sigga segist hafa tengst hestunum öllum mjög vel enda búin að eyða mörg hundruð klukkustundum í að skera þá út. Þeir verða nú sýndir í Tré og List í Flóahreppi í einhvern tíma en fara svo aftur heim á Grund. Sigga á Grund með töltarann, sem hún var að ljúka við að skera út.Magnús Hlynur Hreiðarsson En verða þeir þá áfram á Grund eða eru þeir falir? „Nei, þeir eru ekki falir, þeir eru það ekki, þeir verða mér bara til skemmtunar,“ segir hún og hlær. Sigga nær öllum smáatriðunum ótrúlega vel í hestunum, t.d. faxið, taglið, hófunum, höfuðburðinum og lyftingunni eins og á tölthestinum. Sigga á Grund er mikill snillingur þegar kemur að útskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru ekki bara hestarnir, sem Sigga hefur verið að vinna með, því hún var að klára glæsilegt stórt drykkjarhorn úr nautgripahorni „Já, og svo setti ég náttúrulega bolann upp á hornið, öskuvondan alveg, hann rótar upp þúfunni, sem það stendur á,“ segir Sigga og hlær. Sigga smíðar og sker líka út tóbakshorn, sem eru alltaf vinsæl hjá henni. „Ég held að það sé nú eiginlega engin, sem smíðar þau í dag nema Sigga á Grund, ég held ekki, og ég sker þau náttúrulega út líka.“ Drykkjarhornið, sem Sigga á Grund var að klára en það er nautgripahorn. Bolinn er upp á því. Tóbakshornin eru líka á borðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er útskurðurinn að gefa Siggu? „Ég sofna bara með þetta í kollinum á kvöldin og svo bara vakna ég með þetta líka á morgnanna, það er bara yndislegt,“ segir hún brosandi.
Flóahreppur Hestar Menning Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundrað milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira