„Að fólk kunni að meta það sem maður leggur hjarta sitt í eru hin sönnu laun“ Elísabet Hanna skrifar 13. maí 2022 15:32 Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Tinna Hrafnsdóttir Vísir/Vilhelm Kvikmyndin Skjálfti hefur verið seld til fjögurra landa og mun þar að auki taka þátt í kynningarmarkaðinum á Cannes í ár samkvæmt Variety. Myndin er skrifuð og leikstýrt af Tinnu Hrafnsdóttur. Fjölskylduleyndarmál Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra Skjálfta. Aníta Briem fer með aðalhlutverkið sem Saga en myndin skartar meðal annars þeim Eddu Björgvins, Jóhanni Sigurðarsyni og Bergi Ebba. „Saga, sem er einstæð móðir, missir minnið þegar hún er í göngu á Klambratúni með sex ára syni sínum því hún fær svo heiftarlegt flogaveikiskast,“ sagði Tinna í viðtali við Ísland í dag í síðasta mánuði. Í kjölfar minnisleysisins fer Saga að reyna að grafa upp fortíðina til þess að endurheimta minningarnar en á sama tíma óttast hún að vera dæmd óhæf og missa son sinn frá sér. Þá koma fram ýmis fjölskylduleyndarmál sem hafa verið þögguð niður. Aníta Briem fer með hlutverk Sögu í myndinni.Skjálfti. Gott að fólk kunni að meta söguna Myndin verður sýnd í Norður Ameríku, Svíþjóð og Bretlandi en aðspurð hvernig tilfinningin sé með þetta stóra skref fyrir Skjálfta segir Tinna: „Hún er virkilega góð. Að fólk kunni að meta það sem maður leggur hjarta sitt í eru hin sönnu laun og að myndin skuli fá þessa dreifingu er gríðarlega mikilvægt og mikil viðurkenning.“ Sjálf er Tinna að vinna hörðum höndum að undirbúa næsta verkefni og fer því ekki til Cannes þetta árið en fyrirtækið Alief fer fyrir hönd myndarinnar á Cannes Marché du Film. „Nei, ekki í þetta skiptið. Þeir sem sjá um söluna á myndinni verða þar og vonandi fær hún i kjölfarið enn frekari dreifingu. Ég verð hér heima að undirbúa næsta verkefni sem fer að öllum líkindum í tökur næsta haust,“ segir Tinna og verður spennandi að sjá hvert það verkefni verður. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31 „Fjölskylduleyndarmál sem enginn vildi tala um“ Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra Skjálfta. Leikstjóri og handritshöfundur er Tinna Hrafnsdóttir og er óhætt að segja að valið sé vel í hlutverk en myndin skartar Anítu Briem, Eddu Björgvins, Jóhanni Sigurðarsyni, Bergi Ebba og fleiri frábærum leikurum. 20. apríl 2022 10:31 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Sjá meira
Fjölskylduleyndarmál Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra Skjálfta. Aníta Briem fer með aðalhlutverkið sem Saga en myndin skartar meðal annars þeim Eddu Björgvins, Jóhanni Sigurðarsyni og Bergi Ebba. „Saga, sem er einstæð móðir, missir minnið þegar hún er í göngu á Klambratúni með sex ára syni sínum því hún fær svo heiftarlegt flogaveikiskast,“ sagði Tinna í viðtali við Ísland í dag í síðasta mánuði. Í kjölfar minnisleysisins fer Saga að reyna að grafa upp fortíðina til þess að endurheimta minningarnar en á sama tíma óttast hún að vera dæmd óhæf og missa son sinn frá sér. Þá koma fram ýmis fjölskylduleyndarmál sem hafa verið þögguð niður. Aníta Briem fer með hlutverk Sögu í myndinni.Skjálfti. Gott að fólk kunni að meta söguna Myndin verður sýnd í Norður Ameríku, Svíþjóð og Bretlandi en aðspurð hvernig tilfinningin sé með þetta stóra skref fyrir Skjálfta segir Tinna: „Hún er virkilega góð. Að fólk kunni að meta það sem maður leggur hjarta sitt í eru hin sönnu laun og að myndin skuli fá þessa dreifingu er gríðarlega mikilvægt og mikil viðurkenning.“ Sjálf er Tinna að vinna hörðum höndum að undirbúa næsta verkefni og fer því ekki til Cannes þetta árið en fyrirtækið Alief fer fyrir hönd myndarinnar á Cannes Marché du Film. „Nei, ekki í þetta skiptið. Þeir sem sjá um söluna á myndinni verða þar og vonandi fær hún i kjölfarið enn frekari dreifingu. Ég verð hér heima að undirbúa næsta verkefni sem fer að öllum líkindum í tökur næsta haust,“ segir Tinna og verður spennandi að sjá hvert það verkefni verður.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31 „Fjölskylduleyndarmál sem enginn vildi tala um“ Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra Skjálfta. Leikstjóri og handritshöfundur er Tinna Hrafnsdóttir og er óhætt að segja að valið sé vel í hlutverk en myndin skartar Anítu Briem, Eddu Björgvins, Jóhanni Sigurðarsyni, Bergi Ebba og fleiri frábærum leikurum. 20. apríl 2022 10:31 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Sjá meira
Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31
„Fjölskylduleyndarmál sem enginn vildi tala um“ Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra Skjálfta. Leikstjóri og handritshöfundur er Tinna Hrafnsdóttir og er óhætt að segja að valið sé vel í hlutverk en myndin skartar Anítu Briem, Eddu Björgvins, Jóhanni Sigurðarsyni, Bergi Ebba og fleiri frábærum leikurum. 20. apríl 2022 10:31