Bílabúð Benna fær ekki að áfrýja og þarf að greiða milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2022 18:53 Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Bílabúðar Benna um áfrýjun á máli er varðar gallaða Porsche bifreið. Bifreiðasalan þarf að greiða milljónir vegna riftunar á kaupsamningi. Beiðni Bílabúðar Benna var tekin fyrir á mánudag en þar óskaði bifreiðasalan eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar síðan í janúar þar sem hún var dæmd til að endurgreiða Ólöfu Finnsdóttur kaupverð Porsche bifreiðar. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Tveggja ára ábyrgð var á bílnum. Málið gegn Bílabúð Benna var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir árangurslausar tilraunir til að finna lausn á vandanum fór Ólöf fram á að kaupsamningi yrði rift. Þetta sæti Bílabúð Benna sig ekki við og taldi gallann óverulegan. Kærunefnd lausafjár-og þjónustukaupa féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði Ólöf málið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20.júlí 2020 var Bílabúð Benna síðan gert að greiða henni tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Efuðust um hæfi dómara Bílabúð Benna áfrýjaði dómnum til Landsréttar en hann vakti nokkra athygli, ekki síst þar sem eigandi Porsche bifreiðarinnar, Ólöf Finnsdóttir, var á þeim tíma framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Hún er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Á þeim tíma var eiginmaður Ólafar einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og var dómstólasýslunni því á sínum tíma falið að finna annan dómara fyrir málið þar sem aðrir dómarar við dóminn voru taldir vanhæfir. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögfræðingur Bílabúðar Benna, sagði eftir að dómur féll í héraðsdómi að óheppilegt væri að málið hefði verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem eiginmaður Ólafar starfaði og að Dómstólasýslan, sem Ólöf væri í forsvari fyrir, hefði valið dómara til að dæma málið. Bílabúð Benna krafðist þess að embættisdómarinn sem dómstólasýslan valdi myndi víkja en hann hafnaði því sjálfur. Dómurinn setur ekki fordæmi Í dómi Landsréttar, sem féll þann 21.janúar í ár, kom fram að Bílabúð Benna hefði í aðdraganda riftunar á kaupsamningi ekki véfengt að bifreiðin væri gölluð. Þá var einnig staðfest niðurstaðan Héraðsdóms Reykjavíkur að Bílabúðin hefði fengið fleiri en tvö tækifæri til að bæta úr gallanum. Því var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna fyrir Hæstarétti segir að umsóknin byggi í fyrsta lagi á að úrslit málsins verði fordæmisgefandi, að þau varði mikilvæga hagsmuni Bílabúðarinnar og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Hæstiréttur féllst ekki á rök um að úrslitin væri fordæmisgefandi. Þá kemur fram að bæði í dómi héraðsdóms og Landsréttar hafi niðurstaðan verið sú að galli bifreiðarinnar gæti ekki talist óverulegur en sérfróður medómandi sat í dómi. Áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna var því hafnað og þarf bifreiðasalan því að endurgreiða Ólöfu kaupverð bifreiðarinnar auk vaxta. Þar sem Ólöf er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt voru fengnir varadómarar til að úrskurða í málinu. Dómsmál Bílar Neytendur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Sjá meira
Beiðni Bílabúðar Benna var tekin fyrir á mánudag en þar óskaði bifreiðasalan eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar síðan í janúar þar sem hún var dæmd til að endurgreiða Ólöfu Finnsdóttur kaupverð Porsche bifreiðar. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Tveggja ára ábyrgð var á bílnum. Málið gegn Bílabúð Benna var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir árangurslausar tilraunir til að finna lausn á vandanum fór Ólöf fram á að kaupsamningi yrði rift. Þetta sæti Bílabúð Benna sig ekki við og taldi gallann óverulegan. Kærunefnd lausafjár-og þjónustukaupa féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði Ólöf málið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20.júlí 2020 var Bílabúð Benna síðan gert að greiða henni tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Efuðust um hæfi dómara Bílabúð Benna áfrýjaði dómnum til Landsréttar en hann vakti nokkra athygli, ekki síst þar sem eigandi Porsche bifreiðarinnar, Ólöf Finnsdóttir, var á þeim tíma framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Hún er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Á þeim tíma var eiginmaður Ólafar einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og var dómstólasýslunni því á sínum tíma falið að finna annan dómara fyrir málið þar sem aðrir dómarar við dóminn voru taldir vanhæfir. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögfræðingur Bílabúðar Benna, sagði eftir að dómur féll í héraðsdómi að óheppilegt væri að málið hefði verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem eiginmaður Ólafar starfaði og að Dómstólasýslan, sem Ólöf væri í forsvari fyrir, hefði valið dómara til að dæma málið. Bílabúð Benna krafðist þess að embættisdómarinn sem dómstólasýslan valdi myndi víkja en hann hafnaði því sjálfur. Dómurinn setur ekki fordæmi Í dómi Landsréttar, sem féll þann 21.janúar í ár, kom fram að Bílabúð Benna hefði í aðdraganda riftunar á kaupsamningi ekki véfengt að bifreiðin væri gölluð. Þá var einnig staðfest niðurstaðan Héraðsdóms Reykjavíkur að Bílabúðin hefði fengið fleiri en tvö tækifæri til að bæta úr gallanum. Því var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna fyrir Hæstarétti segir að umsóknin byggi í fyrsta lagi á að úrslit málsins verði fordæmisgefandi, að þau varði mikilvæga hagsmuni Bílabúðarinnar og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Hæstiréttur féllst ekki á rök um að úrslitin væri fordæmisgefandi. Þá kemur fram að bæði í dómi héraðsdóms og Landsréttar hafi niðurstaðan verið sú að galli bifreiðarinnar gæti ekki talist óverulegur en sérfróður medómandi sat í dómi. Áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna var því hafnað og þarf bifreiðasalan því að endurgreiða Ólöfu kaupverð bifreiðarinnar auk vaxta. Þar sem Ólöf er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt voru fengnir varadómarar til að úrskurða í málinu.
Dómsmál Bílar Neytendur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Sjá meira