Bílabúð Benna fær ekki að áfrýja og þarf að greiða milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2022 18:53 Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Bílabúðar Benna um áfrýjun á máli er varðar gallaða Porsche bifreið. Bifreiðasalan þarf að greiða milljónir vegna riftunar á kaupsamningi. Beiðni Bílabúðar Benna var tekin fyrir á mánudag en þar óskaði bifreiðasalan eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar síðan í janúar þar sem hún var dæmd til að endurgreiða Ólöfu Finnsdóttur kaupverð Porsche bifreiðar. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Tveggja ára ábyrgð var á bílnum. Málið gegn Bílabúð Benna var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir árangurslausar tilraunir til að finna lausn á vandanum fór Ólöf fram á að kaupsamningi yrði rift. Þetta sæti Bílabúð Benna sig ekki við og taldi gallann óverulegan. Kærunefnd lausafjár-og þjónustukaupa féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði Ólöf málið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20.júlí 2020 var Bílabúð Benna síðan gert að greiða henni tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Efuðust um hæfi dómara Bílabúð Benna áfrýjaði dómnum til Landsréttar en hann vakti nokkra athygli, ekki síst þar sem eigandi Porsche bifreiðarinnar, Ólöf Finnsdóttir, var á þeim tíma framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Hún er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Á þeim tíma var eiginmaður Ólafar einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og var dómstólasýslunni því á sínum tíma falið að finna annan dómara fyrir málið þar sem aðrir dómarar við dóminn voru taldir vanhæfir. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögfræðingur Bílabúðar Benna, sagði eftir að dómur féll í héraðsdómi að óheppilegt væri að málið hefði verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem eiginmaður Ólafar starfaði og að Dómstólasýslan, sem Ólöf væri í forsvari fyrir, hefði valið dómara til að dæma málið. Bílabúð Benna krafðist þess að embættisdómarinn sem dómstólasýslan valdi myndi víkja en hann hafnaði því sjálfur. Dómurinn setur ekki fordæmi Í dómi Landsréttar, sem féll þann 21.janúar í ár, kom fram að Bílabúð Benna hefði í aðdraganda riftunar á kaupsamningi ekki véfengt að bifreiðin væri gölluð. Þá var einnig staðfest niðurstaðan Héraðsdóms Reykjavíkur að Bílabúðin hefði fengið fleiri en tvö tækifæri til að bæta úr gallanum. Því var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna fyrir Hæstarétti segir að umsóknin byggi í fyrsta lagi á að úrslit málsins verði fordæmisgefandi, að þau varði mikilvæga hagsmuni Bílabúðarinnar og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Hæstiréttur féllst ekki á rök um að úrslitin væri fordæmisgefandi. Þá kemur fram að bæði í dómi héraðsdóms og Landsréttar hafi niðurstaðan verið sú að galli bifreiðarinnar gæti ekki talist óverulegur en sérfróður medómandi sat í dómi. Áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna var því hafnað og þarf bifreiðasalan því að endurgreiða Ólöfu kaupverð bifreiðarinnar auk vaxta. Þar sem Ólöf er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt voru fengnir varadómarar til að úrskurða í málinu. Dómsmál Bílar Neytendur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Beiðni Bílabúðar Benna var tekin fyrir á mánudag en þar óskaði bifreiðasalan eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar síðan í janúar þar sem hún var dæmd til að endurgreiða Ólöfu Finnsdóttur kaupverð Porsche bifreiðar. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Tveggja ára ábyrgð var á bílnum. Málið gegn Bílabúð Benna var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir árangurslausar tilraunir til að finna lausn á vandanum fór Ólöf fram á að kaupsamningi yrði rift. Þetta sæti Bílabúð Benna sig ekki við og taldi gallann óverulegan. Kærunefnd lausafjár-og þjónustukaupa féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði Ólöf málið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20.júlí 2020 var Bílabúð Benna síðan gert að greiða henni tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Efuðust um hæfi dómara Bílabúð Benna áfrýjaði dómnum til Landsréttar en hann vakti nokkra athygli, ekki síst þar sem eigandi Porsche bifreiðarinnar, Ólöf Finnsdóttir, var á þeim tíma framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Hún er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Á þeim tíma var eiginmaður Ólafar einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og var dómstólasýslunni því á sínum tíma falið að finna annan dómara fyrir málið þar sem aðrir dómarar við dóminn voru taldir vanhæfir. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögfræðingur Bílabúðar Benna, sagði eftir að dómur féll í héraðsdómi að óheppilegt væri að málið hefði verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem eiginmaður Ólafar starfaði og að Dómstólasýslan, sem Ólöf væri í forsvari fyrir, hefði valið dómara til að dæma málið. Bílabúð Benna krafðist þess að embættisdómarinn sem dómstólasýslan valdi myndi víkja en hann hafnaði því sjálfur. Dómurinn setur ekki fordæmi Í dómi Landsréttar, sem féll þann 21.janúar í ár, kom fram að Bílabúð Benna hefði í aðdraganda riftunar á kaupsamningi ekki véfengt að bifreiðin væri gölluð. Þá var einnig staðfest niðurstaðan Héraðsdóms Reykjavíkur að Bílabúðin hefði fengið fleiri en tvö tækifæri til að bæta úr gallanum. Því var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna fyrir Hæstarétti segir að umsóknin byggi í fyrsta lagi á að úrslit málsins verði fordæmisgefandi, að þau varði mikilvæga hagsmuni Bílabúðarinnar og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Hæstiréttur féllst ekki á rök um að úrslitin væri fordæmisgefandi. Þá kemur fram að bæði í dómi héraðsdóms og Landsréttar hafi niðurstaðan verið sú að galli bifreiðarinnar gæti ekki talist óverulegur en sérfróður medómandi sat í dómi. Áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna var því hafnað og þarf bifreiðasalan því að endurgreiða Ólöfu kaupverð bifreiðarinnar auk vaxta. Þar sem Ólöf er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt voru fengnir varadómarar til að úrskurða í málinu.
Dómsmál Bílar Neytendur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira