Innlent

Segjast ekki í að­stöðu til að meta full­yrðingar um fölsun undir­skriftar

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur leiðir lista flokksins.
Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur leiðir lista flokksins. Vísir

Ábyrgðarmenn framboðsins, Reykjavík – besta borgin, sem býður fram í komandi borgarstjórnarkosningum segjast harma þá umræðu sem komin sé upp um óánægju Birgittu Jónsdóttur, sem skipar heiðurssæti listans án þess að hafa gefið fyrir því leyfi.

Birgitta segir augljóst að undirskrift hennar hafi verið fölsuð og mun yfirkjörstjórn Reykjavíkur funda um málið síðar í dag.

Í yfirlýsingu frá framboðinu segjast umboðsmenn listans ekki vera í aðstöðu til að meta fullyrðingu um fölsun undirskriftarinnar á þessari stundu. Þeir segja að óánægja Birgittu komi þeim mjög á óvart.

Þá segir að rannsókn standi nú yfir innan framboðsins á meðferð gagna og segjast þeir hafa staðið í þeirri trú að listarnir væru réttir. Þá benda þeir á að þrátt fyrir þessa uppákomu hafi yfirkjörstjórn þegar úrskurðað framboðið gilt og því verði kosningabaráttunni haldið áfram.


Tengdar fréttir

Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, staðfestir á Facebook að undirskrift hennar sem yfirkjörstjórn í Reykjavík hefur undir höndum hafi verið fölsuð. Um er að ræða skjal sem veitir samþykki fyrir því að nafn hennar sé á framboðslista Reykjavíkur, betri borgar.

Birgitta sett í heiðurssæti E-lista án hennar vitneskju

„Ég hef ekki gefið neitt leyfi fyrir því að mitt nafn sé sett á þennan lista. Þannig að þetta er ekki í lagi,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, sem sér til mikillar undrunar er skráð í 24. sæti E-lista Reykjavíkur, bestu borgarinnar, sem býður fram lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.