Innlent

Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gísli Hauksson stofnaði Gamma í félagi við annan mann árið 2008.
Gísli Hauksson stofnaði Gamma í félagi við annan mann árið 2008. Gamma

Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, játaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa í maí árið 2020 ráðist á þáverandi sambýliskonu sína.

RÚV greinir frá þessu. Í ákærunni segir að Gísli hafi ítrekað tekið konuna kverkataki, skellt henni utan í vegg, þrengt að hálsi hennar svo hún hafi átt erfitt með andardrátt og fallið í gólfið. Eftir að konan hörfaði hafi hann farið á eftir henni, ítrekað gripið um handleggi hennar og fleygt henni á rúm.

Konan tognaði á handlegg, hlaut ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg, auk mikilla yfirborðsáverka á hálsi, öxl og upphandlegg.

Gísli stofnaði GAMMA árið 2008 með Agnari Tómasi Möller og var Gísli lengst af formaður félagsins. Hann hætti þar árið 2018 en var áfram stærsti einstaki hluthafi félagsins.

Í viðtali eftir afsögnina sagðist Gísli ætla að einbeita sér í ríkara mæli að eigin fjárfestingum, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála.

Gísli lét af stöðu formanns fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins eftir að hann var ákærður og tók meðlimur framkvæmdaráðs flokksins við stöðunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×