Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2022 13:24 Sigmaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/vilhelm Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. Fólksbíll hafnaði utan vegar vestan Efra Bakkakots á tólfta tímanum í morgun. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Suðurlandi. Þjóðvegur 1 er lokaður sem stendur á meðan rannsóknarlögreglumenn sinna vinnu á vettvangi. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var ekki tiltæk. Ástæðan er sú að flugstjórinn sem á að vera á vakt er veikur og ekki tókst að kalla út annan flugstjóra af frívakt. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynist sífellt erfiðara að kalla flugstjóra af frívakt en þeir eru langþreyttir á því að ekki sé gengið frá kjarasamningum við þá. „Okkur þykir miður að þyrlusveit stofnunarinnar hafi ekki getað annast útkallið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Allt hafi verið reynt til að kalla út flugstjóra á frívakt en án árangurs. Fimm manna vakt er á þyrlunni, fjórir á svæðinu en þyrlan fer ekkert án flugstjóra. „Við þessar aðstæður hefur okkur langoftast tekist að kalla fólk út á frívakt vegna einstaks velvilja starfsfólks,“ segir Ásgeir. Sex flugstjórar eru starfandi hjá Landhelgisgæslunni. Ásgeir segir að tveir þeirra séu búsettir fyrir norðan, einn sé veikur og því sé ekki upp á mikið að hlaupa. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið með lausa kjarasamninga í tvö og hálft ár. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna tjáði fréttastofu á dögunum að það kæmi honum á óvart að enn hefði ekki skapast neyðarástand vegna stöðunnar. „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Sífellt erfiðara væri að manna bráðnauðsynlegar vaktir á þyrlum Gæslunnar. Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52 Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Fólksbíll hafnaði utan vegar vestan Efra Bakkakots á tólfta tímanum í morgun. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Suðurlandi. Þjóðvegur 1 er lokaður sem stendur á meðan rannsóknarlögreglumenn sinna vinnu á vettvangi. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var ekki tiltæk. Ástæðan er sú að flugstjórinn sem á að vera á vakt er veikur og ekki tókst að kalla út annan flugstjóra af frívakt. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynist sífellt erfiðara að kalla flugstjóra af frívakt en þeir eru langþreyttir á því að ekki sé gengið frá kjarasamningum við þá. „Okkur þykir miður að þyrlusveit stofnunarinnar hafi ekki getað annast útkallið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Allt hafi verið reynt til að kalla út flugstjóra á frívakt en án árangurs. Fimm manna vakt er á þyrlunni, fjórir á svæðinu en þyrlan fer ekkert án flugstjóra. „Við þessar aðstæður hefur okkur langoftast tekist að kalla fólk út á frívakt vegna einstaks velvilja starfsfólks,“ segir Ásgeir. Sex flugstjórar eru starfandi hjá Landhelgisgæslunni. Ásgeir segir að tveir þeirra séu búsettir fyrir norðan, einn sé veikur og því sé ekki upp á mikið að hlaupa. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið með lausa kjarasamninga í tvö og hálft ár. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna tjáði fréttastofu á dögunum að það kæmi honum á óvart að enn hefði ekki skapast neyðarástand vegna stöðunnar. „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Sífellt erfiðara væri að manna bráðnauðsynlegar vaktir á þyrlum Gæslunnar.
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52 Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52
Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13