Ármann og Þróttur fái Laugardalshöll fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2022 14:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri reynir að slá á áhyggjuraddir íbúa í Laugardalnum og tjáir sig í fjölmennum íbúahópi á Facebook í dag. Ármann og Þróttur eiga að fá Laugardalshöll út af fyrir sig ef marka má orð borgarstjóra. Vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að með nýrri þjóðarhöll skapist skilyrði fyrir því að félögin í Laugardal, Ármann og Þróttur, fái Laugardalshöll út af fyrir sig. Endurgerð stendur yfir á höllinni sem Dagur segir að verði lokið um miðjan ágúst. Viljayfirlýsing um nýja þjóðarhöll í Laugardal var undirrituð af ríki og borg á föstudaginn. Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Íþróttafélögin Ármann og Þróttur eru í Laugardal. Laugardalshöll, sem lengi var æfingaaðstaða félaganna, hefur ekki verið notuð undir íþróttaviðburði síðan í nóvember 2020 þegar gólfið í keppnissalnum skemmdist. Á þeim tíma sem Laugardalshöllin var æfingaaðstaða félaganna lentu iðkendur reglulega í því að æfingar voru felldar niður vegna þess að höllin var reglulega leigð undir stórar sýningar og ráðstefnur. Borgarstjóri tekur til máls í hverfisgrúppunni Laugarneshverfi á Facebook og reynir að slá á áhyggjuraddir. Þar segir hann að Laugardalshöll opni endurgerð þann 15. ágúst með nýju gólfi og lýsingu. „Hún verður þar með að stórum hluta endurgerð. Ég átta mig á því eftir samtal við fjölmarga í Laugardal reynsla síðustu ára af samnýtingu í Laugardalshöll er ekki eitthvað sem félögin í dalnum eða íbúar í Laugardal hafa trú á. Með tilkomu þjóðarhallar skapast skilyrði til að félögin hefðu Laugardalshöll fyrir sig. Og þannig höfum við lagt þetta upp gagnvart félögunum. Þau fái Laugardalshöll - og til viðbótar þá tíma sem þarf í þjóðarhöllinni,“ segir Dagur. Hann segir borgina viðbúna því að þurfa að gera einhverjar breytingar á Laugardalshöll til að laga hana að þörfum félaganna í samvinnnu við þau. „Segja má að núverandi gólfflötur Laugardalshallar séu einsog tveir full-stórir æfingavellir. Í þjóðarhöllinn við hliðna á verða fjórir vellir (full stórir handbolta/körfuboltavellir) til viðbótar. Þess vegna hafa sannfærandi rök verið færð að því að Laugardalshöllinn - með viðbótaraðstöðu einsog þarf í þjóðarhöll - tryggir framúrskarandi aðstæður til æfiinga fyrir börn og unglinga í Laugardal.“ Dagur segir áður hafa nefnt þessi atriði við félögin og þá sem sóttu opinn íbúafund í Laugarnesskóla. Þá hafi vantað skuldbindingu ríkisins og tímalínu. Hefði ekki náðst niðurstaða um nýja þjóðarhöll segir Dagur að ráðist hefði verið í byggingu á sérstöku íþróttahúsi fyrir félögin í Laugardalnum, með tveimur völlum. „Ég á von á að eiga gott samstarf við félögin í öllum næstu skrefum til að ná þeim markmiðum sem borgin og þau eiga sameiginleg. Órofin æfingaaðstaða félaganna, og fyrsta flokks umgjörð og aðstaða í Laugardalshöll og þjóðarhöll.“ Svar Dags í íbúahópnum í Laugarneshverfinu. Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Ármann Þróttur Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Viljayfirlýsing um nýja þjóðarhöll í Laugardal var undirrituð af ríki og borg á föstudaginn. Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Íþróttafélögin Ármann og Þróttur eru í Laugardal. Laugardalshöll, sem lengi var æfingaaðstaða félaganna, hefur ekki verið notuð undir íþróttaviðburði síðan í nóvember 2020 þegar gólfið í keppnissalnum skemmdist. Á þeim tíma sem Laugardalshöllin var æfingaaðstaða félaganna lentu iðkendur reglulega í því að æfingar voru felldar niður vegna þess að höllin var reglulega leigð undir stórar sýningar og ráðstefnur. Borgarstjóri tekur til máls í hverfisgrúppunni Laugarneshverfi á Facebook og reynir að slá á áhyggjuraddir. Þar segir hann að Laugardalshöll opni endurgerð þann 15. ágúst með nýju gólfi og lýsingu. „Hún verður þar með að stórum hluta endurgerð. Ég átta mig á því eftir samtal við fjölmarga í Laugardal reynsla síðustu ára af samnýtingu í Laugardalshöll er ekki eitthvað sem félögin í dalnum eða íbúar í Laugardal hafa trú á. Með tilkomu þjóðarhallar skapast skilyrði til að félögin hefðu Laugardalshöll fyrir sig. Og þannig höfum við lagt þetta upp gagnvart félögunum. Þau fái Laugardalshöll - og til viðbótar þá tíma sem þarf í þjóðarhöllinni,“ segir Dagur. Hann segir borgina viðbúna því að þurfa að gera einhverjar breytingar á Laugardalshöll til að laga hana að þörfum félaganna í samvinnnu við þau. „Segja má að núverandi gólfflötur Laugardalshallar séu einsog tveir full-stórir æfingavellir. Í þjóðarhöllinn við hliðna á verða fjórir vellir (full stórir handbolta/körfuboltavellir) til viðbótar. Þess vegna hafa sannfærandi rök verið færð að því að Laugardalshöllinn - með viðbótaraðstöðu einsog þarf í þjóðarhöll - tryggir framúrskarandi aðstæður til æfiinga fyrir börn og unglinga í Laugardal.“ Dagur segir áður hafa nefnt þessi atriði við félögin og þá sem sóttu opinn íbúafund í Laugarnesskóla. Þá hafi vantað skuldbindingu ríkisins og tímalínu. Hefði ekki náðst niðurstaða um nýja þjóðarhöll segir Dagur að ráðist hefði verið í byggingu á sérstöku íþróttahúsi fyrir félögin í Laugardalnum, með tveimur völlum. „Ég á von á að eiga gott samstarf við félögin í öllum næstu skrefum til að ná þeim markmiðum sem borgin og þau eiga sameiginleg. Órofin æfingaaðstaða félaganna, og fyrsta flokks umgjörð og aðstaða í Laugardalshöll og þjóðarhöll.“ Svar Dags í íbúahópnum í Laugarneshverfinu.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Ármann Þróttur Reykjavík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira