Ármann og Þróttur fái Laugardalshöll fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2022 14:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri reynir að slá á áhyggjuraddir íbúa í Laugardalnum og tjáir sig í fjölmennum íbúahópi á Facebook í dag. Ármann og Þróttur eiga að fá Laugardalshöll út af fyrir sig ef marka má orð borgarstjóra. Vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að með nýrri þjóðarhöll skapist skilyrði fyrir því að félögin í Laugardal, Ármann og Þróttur, fái Laugardalshöll út af fyrir sig. Endurgerð stendur yfir á höllinni sem Dagur segir að verði lokið um miðjan ágúst. Viljayfirlýsing um nýja þjóðarhöll í Laugardal var undirrituð af ríki og borg á föstudaginn. Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Íþróttafélögin Ármann og Þróttur eru í Laugardal. Laugardalshöll, sem lengi var æfingaaðstaða félaganna, hefur ekki verið notuð undir íþróttaviðburði síðan í nóvember 2020 þegar gólfið í keppnissalnum skemmdist. Á þeim tíma sem Laugardalshöllin var æfingaaðstaða félaganna lentu iðkendur reglulega í því að æfingar voru felldar niður vegna þess að höllin var reglulega leigð undir stórar sýningar og ráðstefnur. Borgarstjóri tekur til máls í hverfisgrúppunni Laugarneshverfi á Facebook og reynir að slá á áhyggjuraddir. Þar segir hann að Laugardalshöll opni endurgerð þann 15. ágúst með nýju gólfi og lýsingu. „Hún verður þar með að stórum hluta endurgerð. Ég átta mig á því eftir samtal við fjölmarga í Laugardal reynsla síðustu ára af samnýtingu í Laugardalshöll er ekki eitthvað sem félögin í dalnum eða íbúar í Laugardal hafa trú á. Með tilkomu þjóðarhallar skapast skilyrði til að félögin hefðu Laugardalshöll fyrir sig. Og þannig höfum við lagt þetta upp gagnvart félögunum. Þau fái Laugardalshöll - og til viðbótar þá tíma sem þarf í þjóðarhöllinni,“ segir Dagur. Hann segir borgina viðbúna því að þurfa að gera einhverjar breytingar á Laugardalshöll til að laga hana að þörfum félaganna í samvinnnu við þau. „Segja má að núverandi gólfflötur Laugardalshallar séu einsog tveir full-stórir æfingavellir. Í þjóðarhöllinn við hliðna á verða fjórir vellir (full stórir handbolta/körfuboltavellir) til viðbótar. Þess vegna hafa sannfærandi rök verið færð að því að Laugardalshöllinn - með viðbótaraðstöðu einsog þarf í þjóðarhöll - tryggir framúrskarandi aðstæður til æfiinga fyrir börn og unglinga í Laugardal.“ Dagur segir áður hafa nefnt þessi atriði við félögin og þá sem sóttu opinn íbúafund í Laugarnesskóla. Þá hafi vantað skuldbindingu ríkisins og tímalínu. Hefði ekki náðst niðurstaða um nýja þjóðarhöll segir Dagur að ráðist hefði verið í byggingu á sérstöku íþróttahúsi fyrir félögin í Laugardalnum, með tveimur völlum. „Ég á von á að eiga gott samstarf við félögin í öllum næstu skrefum til að ná þeim markmiðum sem borgin og þau eiga sameiginleg. Órofin æfingaaðstaða félaganna, og fyrsta flokks umgjörð og aðstaða í Laugardalshöll og þjóðarhöll.“ Svar Dags í íbúahópnum í Laugarneshverfinu. Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Ármann Þróttur Reykjavík Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Viljayfirlýsing um nýja þjóðarhöll í Laugardal var undirrituð af ríki og borg á föstudaginn. Stefnt er að því að íþróttahús sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og stórbæta íþróttaaðstöðu fyrir skóla og íþróttafélög í Laugardalnum rísi í dalnum árið 2025. Íþróttafélögin Ármann og Þróttur eru í Laugardal. Laugardalshöll, sem lengi var æfingaaðstaða félaganna, hefur ekki verið notuð undir íþróttaviðburði síðan í nóvember 2020 þegar gólfið í keppnissalnum skemmdist. Á þeim tíma sem Laugardalshöllin var æfingaaðstaða félaganna lentu iðkendur reglulega í því að æfingar voru felldar niður vegna þess að höllin var reglulega leigð undir stórar sýningar og ráðstefnur. Borgarstjóri tekur til máls í hverfisgrúppunni Laugarneshverfi á Facebook og reynir að slá á áhyggjuraddir. Þar segir hann að Laugardalshöll opni endurgerð þann 15. ágúst með nýju gólfi og lýsingu. „Hún verður þar með að stórum hluta endurgerð. Ég átta mig á því eftir samtal við fjölmarga í Laugardal reynsla síðustu ára af samnýtingu í Laugardalshöll er ekki eitthvað sem félögin í dalnum eða íbúar í Laugardal hafa trú á. Með tilkomu þjóðarhallar skapast skilyrði til að félögin hefðu Laugardalshöll fyrir sig. Og þannig höfum við lagt þetta upp gagnvart félögunum. Þau fái Laugardalshöll - og til viðbótar þá tíma sem þarf í þjóðarhöllinni,“ segir Dagur. Hann segir borgina viðbúna því að þurfa að gera einhverjar breytingar á Laugardalshöll til að laga hana að þörfum félaganna í samvinnnu við þau. „Segja má að núverandi gólfflötur Laugardalshallar séu einsog tveir full-stórir æfingavellir. Í þjóðarhöllinn við hliðna á verða fjórir vellir (full stórir handbolta/körfuboltavellir) til viðbótar. Þess vegna hafa sannfærandi rök verið færð að því að Laugardalshöllinn - með viðbótaraðstöðu einsog þarf í þjóðarhöll - tryggir framúrskarandi aðstæður til æfiinga fyrir börn og unglinga í Laugardal.“ Dagur segir áður hafa nefnt þessi atriði við félögin og þá sem sóttu opinn íbúafund í Laugarnesskóla. Þá hafi vantað skuldbindingu ríkisins og tímalínu. Hefði ekki náðst niðurstaða um nýja þjóðarhöll segir Dagur að ráðist hefði verið í byggingu á sérstöku íþróttahúsi fyrir félögin í Laugardalnum, með tveimur völlum. „Ég á von á að eiga gott samstarf við félögin í öllum næstu skrefum til að ná þeim markmiðum sem borgin og þau eiga sameiginleg. Órofin æfingaaðstaða félaganna, og fyrsta flokks umgjörð og aðstaða í Laugardalshöll og þjóðarhöll.“ Svar Dags í íbúahópnum í Laugarneshverfinu.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Ármann Þróttur Reykjavík Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira