
Bjartar sveiflur og Homo Sapiens
Á sýningunni mátti sjá nýja vor-og sumarlínuna frá merkinu sem vakti mikla lukku og er mætt í verslanir. Hver lína frá merkinu er í raun ævintýraheimur út á fyrir sig. Hljómsveitin Bjartar sveiflur sáu um að halda uppi stuðinu á meðan fyrirsæturnar sungu, dönsuðu í fötunum og spókuðu sig um í listaverkinu Chromo Sapiens.
Sýningin var meira eins og gjörningur eða hálfgerð upplifun frekar en týpísk tískusýning en hönnunin fékk að vera í aðalhlutverki allt kvöldið.

Hér að neðan má sjá myndir frá viðburðinum þar sem fyrirsæturnar og gestirnir skemmtu sér konunglega:
















