Íslensk tilfelli nýs undirafbrigðis teljandi á fingrum annarrar handar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. maí 2022 14:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Nokkrir einstaklingar hafa greinst með BA5 undirafbrigði ómíkron hér á landi og svo virðist sem að það sé nokkuð útbreitt þar sem einstaklingarnir sem um ræðir tengjast ekki. Ekki liggur fyrir hvernig bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn afbrigðinu en sóttvarnalæknir kveðst ekki hafa miklar áhyggjur að svo stöddu. Viðbúið væri að ný afbrigði kæmu upp. Kórónuveirufaraldurinn virðist vera í uppsveiflu í nokkrum löndum heims en hingað til hefur hið svokallaða BA2 undirafbrigði ómíkron verið ráðandi. Nýlega hafa þó komið upp undirafbrigðin BA4 og BA5. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með nýjum afbrigðum víða um heim. „Þetta afbrigði er komið til Íslands, það eru nokkrir sem hafa greinst með þetta afbrigði. Það er ekki tenging milli þessa aðila og þeir hafa ekki verið erlendis þannig þetta er sennilega komið víða,“ segir Þórólfur. Að hans sögn er um að ræða fjóra eða fimm einstaklinga sem hafa greinst með BA5 undirafbrigðið. Allir voru þeir bólusettir en enginn þeirra hafði greinst með Covid áður. „Það er enginn alvarlega veikur og ég bind vonir við að bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, en síðan þurfum við að sjá bara betur hvernig þetta þróast,“ segir Þórólfur. „Það kemur ekkert á óvart þó a það séu komin ný afbrigði og eins að þau séu komin hingað, þetta er eitthvað sem var viðbúið.“ Bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum Enn sem komið er liggur ekki fyrir hversu vel bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn smiti. Miðað við fyrri afbrigði ómíkron má þó gera ráð fyrir að bólusetning verndi ekki vel gegn smiti. Vonir eru bundnar við að fyrri sýking verndi betur þar sem endursmit eru ekki algeng. Hingað til hefur þróunin verið þannig að ný afbrigði sem greinast eru meira smitandi en valda ekki jafn alvarlegum veikindum. Helstu áhyggjur vísindamanna eru nú þær að það komi fram nýtt afbrigði sem kemst algjörlega fram hjá ónæmi fólks og valdi alvarlegum veikindum. „Svo virðist sem að þetta nýja afbrigði BA4 og BA5 séu aðeins meira smitandi heldur en önnur ómíkron afbrigði en meira er eiginlega ekki vitað, þannig við erum eiginlega bara að bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum,“ segir Þórólfur. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega miklar áhyggjur af þessum nýju afbrigðum og öðrum sem kunna að fylgja. „Það er hægt að rýna í þessi afbrigði og þessar einstöku veirutegundir sem eru að ganga og spekúlera fram og til baka hvort þær séu alvarlegri en fyrri afbrigði, en maður kemst ekkert mikið lengra í því. Þannig ég held að það sé bara hollt að fylgjast með því og sjá hvað gerist. Það er það sem við erum að gera og allir eru á sama báti með það í raun og veru,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn virðist vera í uppsveiflu í nokkrum löndum heims en hingað til hefur hið svokallaða BA2 undirafbrigði ómíkron verið ráðandi. Nýlega hafa þó komið upp undirafbrigðin BA4 og BA5. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með nýjum afbrigðum víða um heim. „Þetta afbrigði er komið til Íslands, það eru nokkrir sem hafa greinst með þetta afbrigði. Það er ekki tenging milli þessa aðila og þeir hafa ekki verið erlendis þannig þetta er sennilega komið víða,“ segir Þórólfur. Að hans sögn er um að ræða fjóra eða fimm einstaklinga sem hafa greinst með BA5 undirafbrigðið. Allir voru þeir bólusettir en enginn þeirra hafði greinst með Covid áður. „Það er enginn alvarlega veikur og ég bind vonir við að bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, en síðan þurfum við að sjá bara betur hvernig þetta þróast,“ segir Þórólfur. „Það kemur ekkert á óvart þó a það séu komin ný afbrigði og eins að þau séu komin hingað, þetta er eitthvað sem var viðbúið.“ Bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum Enn sem komið er liggur ekki fyrir hversu vel bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn smiti. Miðað við fyrri afbrigði ómíkron má þó gera ráð fyrir að bólusetning verndi ekki vel gegn smiti. Vonir eru bundnar við að fyrri sýking verndi betur þar sem endursmit eru ekki algeng. Hingað til hefur þróunin verið þannig að ný afbrigði sem greinast eru meira smitandi en valda ekki jafn alvarlegum veikindum. Helstu áhyggjur vísindamanna eru nú þær að það komi fram nýtt afbrigði sem kemst algjörlega fram hjá ónæmi fólks og valdi alvarlegum veikindum. „Svo virðist sem að þetta nýja afbrigði BA4 og BA5 séu aðeins meira smitandi heldur en önnur ómíkron afbrigði en meira er eiginlega ekki vitað, þannig við erum eiginlega bara að bíða frá degi til dags eftir nýjum upplýsingum,“ segir Þórólfur. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega miklar áhyggjur af þessum nýju afbrigðum og öðrum sem kunna að fylgja. „Það er hægt að rýna í þessi afbrigði og þessar einstöku veirutegundir sem eru að ganga og spekúlera fram og til baka hvort þær séu alvarlegri en fyrri afbrigði, en maður kemst ekkert mikið lengra í því. Þannig ég held að það sé bara hollt að fylgjast með því og sjá hvað gerist. Það er það sem við erum að gera og allir eru á sama báti með það í raun og veru,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00