Guðni hrifnari af tungumálatilburðum Selenskí en sínum eigin Snorri Másson skrifar 6. maí 2022 19:10 Volodimir Selenski Úkraínuforseti segir Íslendinga berjast við eldgos og jarðskjálfta, en Úkraínumenn við ógn innrásarhers. Hann hvatti íslenska alþingismenn í dag til að auka þrýsting á Rússland og halda áfram mannúðaraðstoðinni. Sögulegt augnablik á sögulegum tímum: Í fyrsta sinn í dag ávarpaði erlendur þjóðarleiðtogi Alþingi Íslendinga. Volodimir Selenski hefur hefur ávarpað önnur þjóðþing en hann er ekki alltaf að lesa af sama blaði; hann er þekktur fyrir að laga erindi sitt að staðháttum. Í innslaginu að ofan má sjá þegar Selenskí heilsaði á íslensku: „Góðan dag, þetta er Volodimír Selenskí í Kænugarði.“ Um leið og Selenski bað Íslendinga að rifta öllum fjármálalegum tengslum við Rússa, höfðaði hann til sögulegra tengsla Íslendinga við Úkraínumenn. „Fáránlega góður punktur.“Vísir/Vilhelm „Dömur mínar og herrar. Úkraína og Ísland eru nátengd. Menningarheimar okkar hafa þekkst í meira en þúsund ár. Forfeður okkar hafa í gegnum tíðina glaðir fundið sameiginlegan grundvöll, sem sést í okkar tungumáli og ykkar. Við búum á jaðri Evrópu við ólíkar aðstæður, hvort sem er í náttúru, efnahag eða öryggi. En við höfum sömu gildi í Reykjavík og Kænugarði,“ sagði Selenskí. Katrín Jakobsdóttir, eftir ræðuna: „Mér fannst hann tala mjög skýrt. Ég hef nú hlustað á hann á ýmsum alþjóðastofnunum en það er annað að hlusta á hann tala í okkar íslenska samhengi og ég held að þessi stund verði ógleymanleg okkur sem hér vorum.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir og ávarpaði Selenskí á úkraínsku, en sagði enn áhrifameira að Selenskí hafi ávarpað Íslendinga á íslensku. „Þetta er táknrænn vottur um það að það er svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar okkur,“ segir Guðni. Úkraína Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Sögulegt augnablik á sögulegum tímum: Í fyrsta sinn í dag ávarpaði erlendur þjóðarleiðtogi Alþingi Íslendinga. Volodimir Selenski hefur hefur ávarpað önnur þjóðþing en hann er ekki alltaf að lesa af sama blaði; hann er þekktur fyrir að laga erindi sitt að staðháttum. Í innslaginu að ofan má sjá þegar Selenskí heilsaði á íslensku: „Góðan dag, þetta er Volodimír Selenskí í Kænugarði.“ Um leið og Selenski bað Íslendinga að rifta öllum fjármálalegum tengslum við Rússa, höfðaði hann til sögulegra tengsla Íslendinga við Úkraínumenn. „Fáránlega góður punktur.“Vísir/Vilhelm „Dömur mínar og herrar. Úkraína og Ísland eru nátengd. Menningarheimar okkar hafa þekkst í meira en þúsund ár. Forfeður okkar hafa í gegnum tíðina glaðir fundið sameiginlegan grundvöll, sem sést í okkar tungumáli og ykkar. Við búum á jaðri Evrópu við ólíkar aðstæður, hvort sem er í náttúru, efnahag eða öryggi. En við höfum sömu gildi í Reykjavík og Kænugarði,“ sagði Selenskí. Katrín Jakobsdóttir, eftir ræðuna: „Mér fannst hann tala mjög skýrt. Ég hef nú hlustað á hann á ýmsum alþjóðastofnunum en það er annað að hlusta á hann tala í okkar íslenska samhengi og ég held að þessi stund verði ógleymanleg okkur sem hér vorum.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir og ávarpaði Selenskí á úkraínsku, en sagði enn áhrifameira að Selenskí hafi ávarpað Íslendinga á íslensku. „Þetta er táknrænn vottur um það að það er svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar okkur,“ segir Guðni.
Úkraína Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43