Lífið

Þóttist glósa á ónýta tölvu allan tímann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Síðustu níu gestir Einkalífsins svara spurningu um vandræðalegt atvik í lífi þeirra.
Síðustu níu gestir Einkalífsins svara spurningu um vandræðalegt atvik í lífi þeirra. vísir

Þá er komið að lokaþættinum í Einkalífinu fyrir sumarfrí. Alls mættu níu gestir í þáttinn eftir áramót og fengu allir sömu spurninguna eftir að tökum lauk.

Gestirnir níu voru þau: Vilhelm Neto, Arnar Gauti Sverrisson, Egill Ploder, Kristjana Arnarsdóttir, Róbert Aron Magnússon, Tinna Hrafnsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Klara Elíasdóttir og Ágúst Beinteinn. 

Spurningin var einföld og hljóðaði svona: Það vandræðalegasta sem þú hefur lent í? Svörin voru fjölbreytt og nokkuð spaugileg. 

Til að mynda sagði fjölmiðlakonan Kristjana Arnarsdóttir einstaklega skemmtilega sögu frá því þegar hún hellti vatni yfir glænýja tölvu í tíma í Háskóla Íslands. 

Kristjönu þótti atvikið svo vandræðalegt að hún lét eins og ekkert hefði gerst og þóttist glósa á ónýta tölvu út tímann. 

Hér að neðan má hlusta á fleiri mjög vandræðalegar sögur. Gleðilegt sumar.

Klippa: Sumarþátturinn 2022 - Vandræðalegasta uppákoman





Fleiri fréttir

Sjá meira


×