Innlent

Á­kærða lækninum var sagt upp á Heil­brigðis­stofnun Vest­fjarða árið 2013

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Læknirinn sem sakaður er um heimilisofbeldið hefur ekki starfað hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða síðan 2013. 
Læknirinn sem sakaður er um heimilisofbeldið hefur ekki starfað hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða síðan 2013.  Vísir/Vilhelm

Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 

Greint var frá því í dag að karlmaður á Vestfjörðum hafi verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra hjóna lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða og er þinghald í málinu lokað. 

Hann er ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sini, hann sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var þunguð með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að. 

Hann er sömuleiðis sakaður um andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Hann hafi við það tilefni gert að henni grín, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. 

Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands segir í samtali við fréttastofu að læknirinn hafi ekki verið í föstu starfi hjá stofnuninni frá árinu 2013. Hann hafi komið inn til afleysinga í örfá skipti og síðast árið 2020. 

Fréttin var uppfærð klukkan 21:15.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×