Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2022 12:33 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á Reykjavíkurflugvelli í morgun en hann var að koma úr flugi frá Egilsstöðum. Fyrir aftan má sjá svæðið umdeilda í Skerjafirði. Ívar Fannar Arnarsson Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. Þetta kom fram í viðtali sem tekið var við ráðherrann á Reykjavíkurflugvelli í morgun, sem útvarpað var í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Isavia hafa lýst áhyggjum um að nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði skerði rekstraröryggi flugvallarins vegna sviptivinda sem skapist frá nýjum byggingum nærri flugbrautum. Ráðamenn Reykjavíkurborgar hafa lýst sig ósammála því mati og vilja hefja framkvæmdir í sumar. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Isavia hefur núna ítrekað áhyggjur sínar. „Við tókum undir þessar áhyggjur þeirra og báðum Reykjavíkurborg um viðbrögð. Og ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ segir Sigurður Ingi. Hann minnir á flugvallarsamkomulagið sem gert var milli ríkis og borgar í nóvember 2019. Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember árið 2019.Vilhelm Gunnarsson „Í minni sveit virða menn slíkt samkomulag og ég ætlast til þess að Reykjavíkurborg virði það,“ segir ráðherrann. Samkomulagið hafi ekki verið gert að ástæðulausu. Þetta snúi að flugöryggi og rekstrarmöguleika, bæði innanlandsflugs og einnig varaflugvallar millilandaflugs. „Meðan annar kostur, jafngóður eða betri, er hvorki fundinn né uppbyggður þá felst samkomulagið í því að þessi völlur hér, sem við stöndum á, eigi að vera í óbreyttri, rekstrarlega og öryggislega, mynd. Og það er hann ekki, að mati Isavia og þeirra ráðgjafa, ef að þessar byggingar fara af stað hér í Skerjafirði.“ Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin er búin að skipuleggja undir íbúðabyggð.Reykjavíkurborg -Þannig að Reykjavíkurborg fær þetta svæði, Nýja Skerjafjörð, ekki til uppbyggingar í sumar? „Nei, það getur ekki gerst að óbreyttu. Og ég hef ekki séð þær mótvægisaðgerðir sem hægt sé að benda á.“ -En þýðir þetta að þú munt leggjast þá gegn því að frekara land verði tekið af flugvellinum þangað til nýr flugvöllur er kominn? „Samkomulagið sneri um það. Og eins og ég segi: Í minni sveit virða menn samkomulög,“ svarar ráðherra flugmála, Sigurður Ingi Jóhannsson. Viðtalið má sjá hér: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem tekið var við ráðherrann á Reykjavíkurflugvelli í morgun, sem útvarpað var í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ráðamenn Isavia hafa lýst áhyggjum um að nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði skerði rekstraröryggi flugvallarins vegna sviptivinda sem skapist frá nýjum byggingum nærri flugbrautum. Ráðamenn Reykjavíkurborgar hafa lýst sig ósammála því mati og vilja hefja framkvæmdir í sumar. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Isavia hefur núna ítrekað áhyggjur sínar. „Við tókum undir þessar áhyggjur þeirra og báðum Reykjavíkurborg um viðbrögð. Og ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ segir Sigurður Ingi. Hann minnir á flugvallarsamkomulagið sem gert var milli ríkis og borgar í nóvember 2019. Frá undirritun flugvallarsamkomulagsins í nóvember árið 2019.Vilhelm Gunnarsson „Í minni sveit virða menn slíkt samkomulag og ég ætlast til þess að Reykjavíkurborg virði það,“ segir ráðherrann. Samkomulagið hafi ekki verið gert að ástæðulausu. Þetta snúi að flugöryggi og rekstrarmöguleika, bæði innanlandsflugs og einnig varaflugvallar millilandaflugs. „Meðan annar kostur, jafngóður eða betri, er hvorki fundinn né uppbyggður þá felst samkomulagið í því að þessi völlur hér, sem við stöndum á, eigi að vera í óbreyttri, rekstrarlega og öryggislega, mynd. Og það er hann ekki, að mati Isavia og þeirra ráðgjafa, ef að þessar byggingar fara af stað hér í Skerjafirði.“ Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin er búin að skipuleggja undir íbúðabyggð.Reykjavíkurborg -Þannig að Reykjavíkurborg fær þetta svæði, Nýja Skerjafjörð, ekki til uppbyggingar í sumar? „Nei, það getur ekki gerst að óbreyttu. Og ég hef ekki séð þær mótvægisaðgerðir sem hægt sé að benda á.“ -En þýðir þetta að þú munt leggjast þá gegn því að frekara land verði tekið af flugvellinum þangað til nýr flugvöllur er kominn? „Samkomulagið sneri um það. Og eins og ég segi: Í minni sveit virða menn samkomulög,“ svarar ráðherra flugmála, Sigurður Ingi Jóhannsson. Viðtalið má sjá hér:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39