Kaley sótti um skilnað frá Karl Cook í júní á síðasta ári eftir þriggja ára hjónaband. Í viðtali við Glamour á dögunum sagði leikkonan að hún ætlaði sér ekki að gifta sig aftur.
Kaley heimsótti landið ásamt tökuliði í desember síðastliðnum og sagði á dögunum í viðtali að „tröllaárátta“ Íslendinga hafi komið henni á óvart. Skilti með myndum af tröllum hafi verið út um allt land.
„Það var alveg ótrúlegt á Íslandi en það er bjart í svona níutíu mínútur á dag. Bókstaflega í þrjá tíma á sólarhring. Það var brjálað,“ segir Cuoco í viðtalinu.
Cuoco gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem Penny í þáttunum The Big Bang Theory og svo í þáttunum The Flight Attendant.