Lífið

Leikkonan Kaley Cuoco sprangar um Reykjavík

Eiður Þór Árnason skrifar
Diskójólasveinn á Ingólfstorgi vakti athygli hópsins.
Diskójólasveinn á Ingólfstorgi vakti athygli hópsins. Instagram

Bandaríska leikkonan Kaley Cuoco hefur nýverið sést spássera um Reykjavíkurborg þar sem hún hefur gert sér glaðan dag í góðra vina hópi.

Leikkonan er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í hinum gríðarlega vinsælu gamanþáttum The Big Bang Theory sem lauk árið 2019. Þar lék Cuoco hina góðkunnu Penny í alls tólf þáttaröðum.

Síðastliðinn sólarhring hefur leikkonan deilt myndum frá Íslandsferð sinni á Instagram-hringrás sinni þar sem hún sýnir meðal annars frá fundi með jólasveini við Novasvellið á Ingólfstorgi og þegar hún drekkur alsæl úr nýju íslensku kaffikönnunni sinni. 

Þá greinir hún stolt frá því að vinahópurinn hafi gert sér leið á Domino‘s og Aktu taktu til að kynna sér íslenska matarmenningu.

Að sjálfsögðu prýðir hinn séríslenski hestur nýjustu eign Kaley Cuoco.InstagramFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.