Innlent

Staðfest að um hið skæða afbrigði fuglaflensu er að ræða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Matvælastofnun vill ítreka að mjög mikilvægt er að fólk tilkynni um dauða villta fugla og þakkar fyrir þær fjölmörgu tilkynningar sem berast.
Matvælastofnun vill ítreka að mjög mikilvægt er að fólk tilkynni um dauða villta fugla og þakkar fyrir þær fjölmörgu tilkynningar sem berast. Vísir/Vilhelm

Fuglaflensuveirur sem greinst hafa að undanförnu hér á landi eru af hinu skæða afbrigði H5N1 sem geisar í nágrannalöndunum um þessar mundir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Rannsóknarstofa í Þýskalandi hefur haft veirur úr hænum á Skeiðum og heiðagæs á Hornafirði til rannsóknar og bárust svör í dag sem staðfesta hið alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar.

Um er að ræða sama alvarlega meinvirka afbrigði fuglaflensuveirunnar H5N1 sem geisað hefur í Evrópu undanfarna mánuði. Að öllum líkindum eru þær veirur sem hafa greinst í öðrum fuglum hér á landi af sömu gerð, þar sem þetta er það afbrigði sem langmest er um í Evrópu um þessar mundir, segir í tilkynningu MAST.

Þegar fuglaflensan greindist í heimilishænum hækkaði Matvælastofnun viðbúnaðarstig vegna sjúkdómsins í efsta stig, þar sem stofnunin taldi allar líkur á að um hið skæða afbrigði væri að ræða. Þessi niðurstaða rannsókna FLI staðfestir því það mat og rennir stoðum undir að rétt hafi verið að virkja viðbragðsáætlun stofnunarinnar.

Hér á landi er í gildi efsta stig viðbúnaðar vegna fuglaflensu. Smithætta fyrir alifugla er mikil og brýnt að fuglaeigendur gæti ýtrustu sóttvarna. Fólk er enn hvatt til að tilkynna Matvælastofnun ef það finnur dauða villta fugla. Ef fuglarnir virka veikir þá skal tilkynna það til viðkomandi sveitarfélags.

Nánar á vef Matvælastofnunar.


Tengdar fréttir

Fuglar um allt land detta dauðir niður

Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er  mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.