Umboðsmaður Alþingis ætlar ekki að skoða söluna á Íslandsbanka Eiður Þór Árnason skrifar 3. maí 2022 10:56 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hyggst ekki skoða sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka að svo stöddu en embættinu hafa borist þrjár kvartanir vegna bankasölunnar. Umboðsmaður telur ekki skilyrði til þess að fjalla efnislega um þær kvartanir eða taka málefni tengd sölunni upp að eigin frumkvæði að svo stöddu. Að sögn embættisins helgast sú afstaða meðal annars af því að Ríkisendurskoðun hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að gera úttekt á útboðinu á hlutum ríkisins. Þá hafi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafið rannsókn á tilgreindum þáttum sölunnar. „Ennfremur hefur komið fram í fjölmiðlum að Alþingi kunni sjálft að hlutast til um rannsókn málsins með skipun sérstakrar rannsóknarnefndar þegar úttekt Ríkisendurskoðunar liggur fyrir,“ segir á vef Umboðsmanns Alþingis. Varði ekki hagsmuni viðkomandi Kvartanirnar þrjár beinast að fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Bankasýslu ríkisins en sömuleiðis sneri ein þeirra að störfum Alþingis. Í einni þeirra gerði aðili athugasemdir við hafa ekki fengið tækifæri til að taka þátt í útboðinu á hlutum í Íslandsbanka sem fram fór í mars síðastliðnum. Í annarri kvörtun var gerð athugasemd við framsals ákvörðunarvalds fjármála- og efnahagsráðherra til Bankasýslu ríkisins um hvort samþykkja ætti tilboð í eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka en sá kvartandi var ekki á meðal þátttakenda í útboðinu. Í öllum þremur tilvikum er það mat Umboðsmanns Alþingis að kvartanirnar varði ekki beinlínis hagsmuni viðkomandi eða réttindi umfram aðra. Því séu ekki forsendur til að taka kvartanirnar til nánari athugunar hjá embættinu. Salan á Íslandsbanka Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Að sögn embættisins helgast sú afstaða meðal annars af því að Ríkisendurskoðun hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að gera úttekt á útboðinu á hlutum ríkisins. Þá hafi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafið rannsókn á tilgreindum þáttum sölunnar. „Ennfremur hefur komið fram í fjölmiðlum að Alþingi kunni sjálft að hlutast til um rannsókn málsins með skipun sérstakrar rannsóknarnefndar þegar úttekt Ríkisendurskoðunar liggur fyrir,“ segir á vef Umboðsmanns Alþingis. Varði ekki hagsmuni viðkomandi Kvartanirnar þrjár beinast að fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Bankasýslu ríkisins en sömuleiðis sneri ein þeirra að störfum Alþingis. Í einni þeirra gerði aðili athugasemdir við hafa ekki fengið tækifæri til að taka þátt í útboðinu á hlutum í Íslandsbanka sem fram fór í mars síðastliðnum. Í annarri kvörtun var gerð athugasemd við framsals ákvörðunarvalds fjármála- og efnahagsráðherra til Bankasýslu ríkisins um hvort samþykkja ætti tilboð í eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka en sá kvartandi var ekki á meðal þátttakenda í útboðinu. Í öllum þremur tilvikum er það mat Umboðsmanns Alþingis að kvartanirnar varði ekki beinlínis hagsmuni viðkomandi eða réttindi umfram aðra. Því séu ekki forsendur til að taka kvartanirnar til nánari athugunar hjá embættinu.
Salan á Íslandsbanka Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? 24. apríl 2022 08:00