Innlent

Um­boðs­maður Al­þingis ætlar ekki að skoða söluna á Ís­lands­banka

Eiður Þór Árnason skrifar
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. vísir/vilhelm

Umboðsmaður Alþingis hyggst ekki skoða sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka að svo stöddu en embættinu hafa borist þrjár kvartanir vegna bankasölunnar. Umboðsmaður telur ekki skilyrði til þess að fjalla efnislega um þær kvartanir eða taka málefni tengd sölunni upp að eigin frumkvæði að svo stöddu.

Að sögn embættisins helgast sú afstaða meðal annars af því að Ríkisendurskoðun hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að gera úttekt á útboðinu á hlutum ríkisins. Þá hafi fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafið rannsókn á tilgreindum þáttum sölunnar.

„Ennfremur hefur komið fram í fjölmiðlum að Alþingi kunni sjálft að hlutast til um rannsókn málsins með skipun sérstakrar rannsóknarnefndar þegar úttekt Ríkisendurskoðunar liggur fyrir,“ segir á vef Umboðsmanns Alþingis.

Varði ekki hagsmuni viðkomandi

Kvartanirnar þrjár beinast að fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Bankasýslu ríkisins en sömuleiðis sneri ein þeirra að störfum Alþingis. Í einni þeirra gerði aðili athugasemdir við hafa ekki fengið tækifæri til að taka þátt í útboðinu á hlutum í Íslandsbanka sem fram fór í mars síðastliðnum.

Í annarri kvörtun var gerð athugasemd við framsals ákvörðunarvalds fjármála- og efnahagsráðherra til Bankasýslu ríkisins um hvort samþykkja ætti tilboð í eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka en sá kvartandi var ekki á meðal þátttakenda í útboðinu.

Í öllum þremur tilvikum er það mat Umboðsmanns Alþingis að kvartanirnar varði ekki beinlínis hagsmuni viðkomandi eða réttindi umfram aðra. Því séu ekki forsendur til að taka kvartanirnar til nánari athugunar hjá embættinu.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.