Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2022 23:10 Sigfús Jónsson, strandveiðisjómaður á Fögru Fríðu AK, að lokinni löndun á Akranesi í kvöld. Arnar Halldórsson Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint frá Akraneshöfn en þar lönduðu þrír strandveiðibátar síðdegis og í kvöld. Þar var Óskar Óskarsson á Sval AK nýbúinn að landa um fimmhundruð kílóum, sem hann veiddi um 10-12 sjómílur undan Akranesi. Skömmu áður hittum við Sigfús Jónsson á Fögru Fríðu AK og spurðum hvernig hefði gengið: „Það gekk bara bærilega.“ -Var ekki leiðindaveður? „Jú, það var hundleiðinlegt,“ svaraði Sigfús en kvaðst þó finna stemmninguna. Allir væru að gera sig klára og vonast til að það yrði góð veiði. „Verðið hátt og nóg af kvóta. Þá verða allir sælir og glaðir, sko.“ -Og ráðherrann er svona búinn að lofa aðeins meiru? „Það hlýtur að vera. Hún hlýtur að lofa öllu fögru, svona fyrir sveitarstjórnarkosningar.“ -Þannig að það stefnir í gott sumar? „Já, já. Ekki spurning,“ svaraði Sigfús. Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra er búin að gefa út 11.100 tonna kvóta fyrir strandveiðarnar, þar af 10.000 tonn í þorski og 1.000 tonn í ufsa. Gera má ráð fyrir að aflanum verði landað í um fimmtíu höfnum hringinn í kringum landið, sem ætti að færa líf og fjör í sjávarbyggðir landsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Byggðamál Akranes Tengdar fréttir Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint frá Akraneshöfn en þar lönduðu þrír strandveiðibátar síðdegis og í kvöld. Þar var Óskar Óskarsson á Sval AK nýbúinn að landa um fimmhundruð kílóum, sem hann veiddi um 10-12 sjómílur undan Akranesi. Skömmu áður hittum við Sigfús Jónsson á Fögru Fríðu AK og spurðum hvernig hefði gengið: „Það gekk bara bærilega.“ -Var ekki leiðindaveður? „Jú, það var hundleiðinlegt,“ svaraði Sigfús en kvaðst þó finna stemmninguna. Allir væru að gera sig klára og vonast til að það yrði góð veiði. „Verðið hátt og nóg af kvóta. Þá verða allir sælir og glaðir, sko.“ -Og ráðherrann er svona búinn að lofa aðeins meiru? „Það hlýtur að vera. Hún hlýtur að lofa öllu fögru, svona fyrir sveitarstjórnarkosningar.“ -Þannig að það stefnir í gott sumar? „Já, já. Ekki spurning,“ svaraði Sigfús. Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra er búin að gefa út 11.100 tonna kvóta fyrir strandveiðarnar, þar af 10.000 tonn í þorski og 1.000 tonn í ufsa. Gera má ráð fyrir að aflanum verði landað í um fimmtíu höfnum hringinn í kringum landið, sem ætti að færa líf og fjör í sjávarbyggðir landsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Byggðamál Akranes Tengdar fréttir Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. 2. maí 2022 12:41
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13