„Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. apríl 2022 12:30 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. Síðast voru mótmæli á Austurvelli fyrir viku, þann 23. apríl, og er óhætt að segja að fundurinn hafi verið fjölmennur. Leikurinn verður endurtekinn í dag þegar bankasölunni verður aftur mótmælt, nú í fjórða sinn. Upphitun hefst klukkan eitt þar sem Biggi veira, Reykjavíkurdætur, Rebecca Scott Lord og Brynja Hjálmsdóttir verða með atriði. Fundurinn sjálfur verður síðan settur klukkan tvö og flytja þar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Atli Þór Fanndal ræðu. Hulda Vilhjálmsdóttir fer þá með þulu, Hundur í óskilum flytur lög og pólitísku brúðurnar láta sjá sig. Steinunn Ólína telur nauðsynlegt að landsmenn haldi áfram að láta í sér heyra og finna samstöðu með skoðanabræðrum og systrum. „Við höfum greinilega valið vanhæft og frekar hættulegt fólk til starfa og við verðum bara sem þjóð að axla þá ábyrgð þvert á flokka. Það fylgir enginn afsláttur að hafa kosið einhverja aðra flokka en nú eru í brúnni, fólk er óánægt og afskaplega svekkt með þessa bankasölu og þetta er áfram á ábyrgð okkar allra,“ segir hún. Á sama tíma og mótmælin fara fram í Reykjavík fara önnur fram á Ráðhústorginu á Akureyri. Krafa mótmælenda hefur verið að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra víki og ríkisstjórnin bregðist við en aðspurð segist eiga von á að mótmælin haldi áfram þar til eitthvað er gert. „Við höfum greinilega valið vanhæft og frekar hættulegt fólk til starfa og við verðum bara sem þjóð að axla þá ábyrgð þvert á flokka,“ segir Steinunn. Hún segir mikilvægt að fólk hafi vonina að leiðarljósi og bendir á að mótmæli hafi skilað sínu í gegnum tíðina. „Það er bara formúla að kraftaverkum og hún er svona; von plús eljusemi og vinna, þá breytast hlutirnir.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina hafa klúðrar sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka nokkuð hressilega. Það séu vonbrigði fyrir þau sem vilja að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. 30. apríl 2022 09:01 Hrópandi ósamræmi í svörum ráðherranna Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins á meðan fjármálaráðherra segist treysta Bankasýslunni. 29. apríl 2022 23:55 Bjarni kannast ekki við fullyrðingar Lilju um áhyggjufulla ráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á viðhorfi sínu til útboðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í aðdraganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efasemdir um ferlið. 29. apríl 2022 10:28 Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31 Lilja segir Bjarna og Katrínu einnig hafa verið með áhyggjur af bankasölu Lilja Alfreðsdóttir segir að bæði fjármála- og forsætisráðherra hafi deilt þeim áhyggjum og efsemdum sem hún hafði um aðferðina við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og og viðraði á ráðherrafundi. Þingmaður Viðreisnar segir það pungspark í íslensku þjóðina. 28. apríl 2022 11:48 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Síðast voru mótmæli á Austurvelli fyrir viku, þann 23. apríl, og er óhætt að segja að fundurinn hafi verið fjölmennur. Leikurinn verður endurtekinn í dag þegar bankasölunni verður aftur mótmælt, nú í fjórða sinn. Upphitun hefst klukkan eitt þar sem Biggi veira, Reykjavíkurdætur, Rebecca Scott Lord og Brynja Hjálmsdóttir verða með atriði. Fundurinn sjálfur verður síðan settur klukkan tvö og flytja þar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Atli Þór Fanndal ræðu. Hulda Vilhjálmsdóttir fer þá með þulu, Hundur í óskilum flytur lög og pólitísku brúðurnar láta sjá sig. Steinunn Ólína telur nauðsynlegt að landsmenn haldi áfram að láta í sér heyra og finna samstöðu með skoðanabræðrum og systrum. „Við höfum greinilega valið vanhæft og frekar hættulegt fólk til starfa og við verðum bara sem þjóð að axla þá ábyrgð þvert á flokka. Það fylgir enginn afsláttur að hafa kosið einhverja aðra flokka en nú eru í brúnni, fólk er óánægt og afskaplega svekkt með þessa bankasölu og þetta er áfram á ábyrgð okkar allra,“ segir hún. Á sama tíma og mótmælin fara fram í Reykjavík fara önnur fram á Ráðhústorginu á Akureyri. Krafa mótmælenda hefur verið að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra víki og ríkisstjórnin bregðist við en aðspurð segist eiga von á að mótmælin haldi áfram þar til eitthvað er gert. „Við höfum greinilega valið vanhæft og frekar hættulegt fólk til starfa og við verðum bara sem þjóð að axla þá ábyrgð þvert á flokka,“ segir Steinunn. Hún segir mikilvægt að fólk hafi vonina að leiðarljósi og bendir á að mótmæli hafi skilað sínu í gegnum tíðina. „Það er bara formúla að kraftaverkum og hún er svona; von plús eljusemi og vinna, þá breytast hlutirnir.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina hafa klúðrar sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka nokkuð hressilega. Það séu vonbrigði fyrir þau sem vilja að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. 30. apríl 2022 09:01 Hrópandi ósamræmi í svörum ráðherranna Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins á meðan fjármálaráðherra segist treysta Bankasýslunni. 29. apríl 2022 23:55 Bjarni kannast ekki við fullyrðingar Lilju um áhyggjufulla ráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á viðhorfi sínu til útboðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í aðdraganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efasemdir um ferlið. 29. apríl 2022 10:28 Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31 Lilja segir Bjarna og Katrínu einnig hafa verið með áhyggjur af bankasölu Lilja Alfreðsdóttir segir að bæði fjármála- og forsætisráðherra hafi deilt þeim áhyggjum og efsemdum sem hún hafði um aðferðina við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og og viðraði á ráðherrafundi. Þingmaður Viðreisnar segir það pungspark í íslensku þjóðina. 28. apríl 2022 11:48 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina hafa klúðrar sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka nokkuð hressilega. Það séu vonbrigði fyrir þau sem vilja að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. 30. apríl 2022 09:01
Hrópandi ósamræmi í svörum ráðherranna Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins á meðan fjármálaráðherra segist treysta Bankasýslunni. 29. apríl 2022 23:55
Bjarni kannast ekki við fullyrðingar Lilju um áhyggjufulla ráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir lýsingu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, á viðhorfi sínu til útboðs á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í aðdraganda þess ekki rétta. Hann hafi ekki haft neinar efasemdir um ferlið. 29. apríl 2022 10:28
Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31
Lilja segir Bjarna og Katrínu einnig hafa verið með áhyggjur af bankasölu Lilja Alfreðsdóttir segir að bæði fjármála- og forsætisráðherra hafi deilt þeim áhyggjum og efsemdum sem hún hafði um aðferðina við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og og viðraði á ráðherrafundi. Þingmaður Viðreisnar segir það pungspark í íslensku þjóðina. 28. apríl 2022 11:48